Stundum eru einkenni orðin að löngum lista og þú ert orðin vön því að vera með þessi óþægindi. Oftar en ekki er málið eitt undirliggjandi einkenni sem hægt er að vinna bug á.
Margir hafa barist við ýmis einkenni í langan tíma, einkenni eins og t.d óreglulegur blóðsykur, krónískt harðlífi, óútskýranleg ógleði, þreyta, óreglulegar blæðingar, bólur og fyrirtíðaspenna.
Þegar svo uppgötvast að ástæða þessara einkenna eru bólgur í maga þá er ekkert því til fyrirstöðu að taka sig í gegn og vinna að því að koma maga og þörmum í heilbrigt form.
Ef þú hefur eitthvað af ofangreindum einkennum og þig grunar að það sé vegna bólgna, þá eru ýmsar leiðir til að vinna úr þessum einkennum og koma lagi á maga og þarma.
Hér fyrir neðan eru ráð sem geta hjálpað til við að draga úr bólgum
Dragðu úr eða hættu alveg að borða fyrirfram unnin mat, sykur, unnum kolvetnum, gerfisætu og áfengi.
Veldu í staðinn mat eins og:
Ávextir: Dökk ber eins og vínber og kirsuber.
Grænmeti: Brokkólí, grænkál, rósakál, hvítkál og blómkál.
Krydd: Turmerik og kanill.
Olíur: Ekta ólífuolía og kókóshnetuolía.
Ef þig gruna að ákveðinn matur sé ástæða bólgna í maga þá er gott að prufa að taka út þá fæðu og sjá hvort þú finnur mun á þér.
Þetta þarf að gerast yfir um tveggja til þriggja vikna tímabil svo eitthvað sé að marka það.
Matur sem gæti verið að orsaka bólgur er t.d:
Soja
Mjólkurafurðir
Sítrus ávextir
Matur sem inniheldur glútein
Ef þú ætlar að prufa að taka út ákveðna fæðu þá skaltu halda dagbók yfir mataræðið og skrifa niður þær breytingar sem þú finnur.
Eftir um tvær til fjórar vikur þá skaltu byrja að borða aftur þann mat sem þú tókst út, en byrja skal hægt og rólega. Ef einkenni koma aftur fram þá veistu að þú þolir ekki þessa ákveðnu fæðu.
Bólgur geta orsakast af stressi. Gott er að finna eitthvað áhugamál sem dregur úr stressi, eins og t.d að prjóna eða hekla. Einnig er afar gott að fara út að ganga. Mælt er með hugleiðslu, góðu slakandi freiðibaði, jóga eða einfaldlega að setjast niður og taka góða djúp öndun. Allt þetta hér að ofan er lykillinn að því að lifa heilbrigðu stress fríu lífi.
Það getur hjálpað mikið að taka flórubætandi efni. Þessi bætiefni geta komið góðu lagi á hægðir og dregið úr bólgum í maga og þörmum.
Það er afar mikilvægt að líkaminn fái nauðsynleg næringarefni. Og þá þau efni sem berjast gegn bólgum.
Má nefna:
B-vítamín, Omega-3, D-vítamín og magnesíum.
Ef þú hefur tök á, farðu í blóðprufu og láttu athuga bætiefnabúskap líkamans.
Bólgur í maga geta orsakað allskyns heilsufarsleg vandamál. Allt frá krónískri hægðartregðu til ofþreytu og óreglulegra blæðinga.
Litlar breytingar á mataræði og lífsstíl geta verið lykilinn að því að hjálpa þér á réttan stað heilsufarslega, þegar kemur að maga og þarma heilsu.
Ef þú hefur áhyggjur af þinni maga heilsu eða ef bólgur er enn vandamál eftir að þú hefur tekið mataræði og lífsstíl í gegn þá skaltu leita læknis.
Heimild: healthline.com