Kókoshnetan er plöntuávöxtur sem finnst gjarnan í Suður Afríku, Ástralíu og Indlandi. Kókoshnetan er ótrúlega nærandi og rík af trefjum, vítamínum og steinefnum.
Spænsku landkönnuðurnir kölluðu hana coco, sem þýðir ” apa-andlit” vegna þess að það eru þrjár dældir (augu) á hnetunni sem líkjast höfuð og andlit á apa.
Kókos pálmin er þar mikils metinn enda kölluð “Lífstréð” eða “The tree of life” og notuð í matargerði og í lækningarskyni.
Bruce fife N.D og Josepch Mercola D.O segja að “kókosolían sé hollasta olían á jörðinni”.
Hún er líka alveg jafn kalóríurík og aðrar fitur…
Kókosolía og kókosmjólk inniheldur svipað margar kaloríur og aðrar fitur aftur a móti getur fita þeirra hjálpað til við að hraða brennslu líkamans.
1. Styður við þyngdartap. Uppbygging kókoshnetunar gerir okkur auðveldara fyrir að brenna henni sem orku. Hún hjálpar einnig til við að auka orkuna og upplifa meiri seddu yfir daginn.. (samkvæmt eatingwell og bbcgoodfood)
2. Fljótfengin orka sem gefur þér góða næringu. Kókoshnetan nýtist líkamanum sem góð orka og styður við aukið þrek og getur þannig bætt frammistöðu.
3. Getur stutt við heilsu skjaldkirtils. Kókosolían er talin styðja við heilsu skjaldkirtils með sérstöku fitu jafnvægi sem er nærandi fyrir heilsu skjaldkirtils. Hér er grein sem segir betur frá því og hér.
4. Minnkar sykurlöngun og bætir insúlin mótstöðu og hagnýtingu glúkósa. Holla fitan í kókoshnetunni hægir á blóðsykurskoti og hefur þannig mettandi áhrif á líkaman og löngun í sykur.
5. Bætir meltingu ásamt mörgum öðrum óþægindum og/eða bólgum í meltingarfærum tengd hægðatregðu og óreglu á hægðum, með því að hjálpa til við upptöku næringarefna, vítamína og steinefna, amínósýra á meðan á sama tíma veita góðar trefjar.
6. Styrkir ónæmiskerfið. 50% af góðu fitunni sem fæst í kókosolíu er frá svokallaðri Lauric sýru sem getur drepið sýkla, vírusa og sveppi ásamt því að bægja frá sýkingum.
7. Styður við heilbrigt hár og húð þar sem kókosolían verndar hárið gegn skemmdum og eykur glansa ásamt því að bæta raka í húð og vernda fyrir sólargeislum.
Hér eru nokkrar leiðir til að koma þér af stað með að nota kókos:
Fylgstu með í næstu viku og skráðu þig á póstlistan ef þú hefur ekki nú þegar gert það því við munum fara yfir hvaða kókosvörur við mælum með og hverjar þú ættir að forðast.
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi