Oft hefur það kostað blóð, svita og tár að megra sig og því er sárt að sjá kílóin læðast til baka. Fólki hættir nefnilega til að fara aftur í gamla farið og taka upp fyrri neysluvenjur sem voru orsök þess að það þyngdist. Hér eru nokkur ráð af vefnum thelist.com um hvernig við getum viðhaldið þyndartapinu. Ráðin eru einföld, við þekkjum þau flest en það er gott að rifja þau upp.
Góður næstursvefn. Líkami og sál endurnýjar sig á meðan við sofum. Ef fólk sefur illa eða lítið vaknar það pirrað og þreytt. Það getur valdið vondum ákvörðunum þegar kemur að fæðuvali. Margir freistast til að fá sér feitan og sætan mat til að reyna að ná upp orku og þá eru kílóin fljót að koma til baka. Því er svo við að bæta að þegar fólk er þreytt getur sömuleiðis verið erfitt að að koma sér í líkamsrækt. Góður svefn tryggir að skapið verður betra, við eigum auðveldra með að borða fæðu sem nærir líkamann auk þess sem það verður léttara að koma sér í líkamsrækt. Til að tryggja góðan svefn ætti fólk að fara að sofa á sama tíma á hverju kvöldi, slökkva á sjónvarpinu eða tölvunni klukkustund áður en gengið er til náða og nota tímann til að slaka á áður en farið er í rúmið.
Á meðan megruninni stóð hafa flestir væntanlega lært að sykraðan mat ætti að forðast eins og heitan eldinn. Munið að of mikil neysla á unnum sykri getur leitt til offitu, sykursýki og hjartasjúkdóma. Fólk ætti því að forðast unnin sykur í hvaða mynd sem hann birtist ef það æltar að viðhalda réttri þyngd. Í stað þess að fá sér kökur eða sælgæti ætti fólk að borða grænmeti, ávexti, gróft korn og annan hreinan mat sem nærir líkamann og gefur orku allan daginn og heldur kílóunum í ákveðinni fjarlægð.
Það þarf að huga að andlegu heilsunni ekki síður . . . LESA MEIRA