En er þetta eitthvað sem þú þarft að vera spá í?
Byrjum á smá skilgreiningu um glúten. Glúten er ákveðið form af próteini sem er í flestum hveitivörum því glúten virkar sem lím eða bindiefni í bakstri og eldamennsku og gerir það að verkum að hráefnin haldast betur saman.
Rökstuðningur margra fjölmiðla um að þú ættir að lifa glútenlausum lífsstíl er yfirleitt eftirfarandi:
En fyrsta spurningin sem þú ættir að spyrja þig að er:
“Er ég með glútenóþol?”
Því hvort glútenfrítt brauð sé það sem þú ættir að velja fram yfir venjulegt brauð fer að mestu leyti eftir því hvort þú sért með glútenóþol- eða viðkvæmni. Það eru nokkur stig af glúten óþoli en til þess að einfalda þetta fyrir þér í dag skulum við tala almennt um glútenþol sem vísar til þess hvort glúten henti þínum líkama eða ekki.
Við erum öll ólík og á meðan sumir höndla glúten vel gera aðrir það alls ekki.
Glútenóþol þarf ekki endilega hafa hafa fylgt þér úr æsku og sláandi fréttir hafa sýnt að glútenóþol er algengur fylgifiskur öldrunar og getur verið orsök af streitu, veikindum, og áföllum.
Svo þrátt fyrir að þú höndlaðir glútenfæðuna vel þegar þú varst yngri er ekki sjálfgefið að þú höndlir þá fæðu í dag.
Til að komast að því hvort þú sért með glútenóþol eða ekki getur þú farið eftirfarandi leiðir:
A) Þú getur farið til lækna og komist að óþoli
B) Þú getur keypt próf til þess að sjá hvort þú sért með fæðuóþol
C) Þú getur hreinsað líkama þinn á öruggan hátt og kynnt aftur glútenfæðu fyrir líkamanum hægt og bítandi og fylgst vel með viðbrögðum líkamans.
Persónulega kýs ég að notast við lið C.
Ástæða þess að ég nota þessa aðferð frekar er aðrar er vegna þess að ef einhver segir mér að ég megi ekki borða eitthvað, þá langar mig oft enn meira í það!
Ég hljóma kannksi eins og smábarn en svona vinnur hugur okkar, honum líkar ekki við endalaus boð og bönn, það fær hann til að fara í uppreisn og vilja “gefa skít í hlutina og borða bara glútenbrauðið”
Þess í stað vill ég að upplifa skýrt hvernig þessi fæða hefur áhrif á mig og útfrá því taka skýra ákvörðun um fæðval mitt. Ef ég veit hvernig líkaminn minn bregst við fæðunni sem er á boðstólnum er mun auðveldara fyrir mig að standast freistingarnar sem eru allt í kring.
Ef þú ert að lesa greinina en vilt ekki fara leið a,b eða c en langar samt sem áður komast að því hvort þú sért með glútenóþol eða ekki getur þú hlustað á líkamann og athugað hvort þú upplifir eitthvað af þessum einkennum sem vísa til þess að þú gætir verið með glutenþol:
Þroti, liðverkir, orkuleysi, óeirð í líkamanum, hormónaójafnvægi, skapsveiflur, hausverk/mígreni, þreyta, heilaþoka, þunglyndi, meltingarvandamál, vindgangur, hægðatregða (og fleiri svipaða einkenna).
(Hafa ber í huga að ef þú upplifir eitthvað af þessum einkennum geta þau einnig verið afleiðingin af einhverju öðru.)
Tengir þú við einhver einkenni glútenóþols? Ef svo er, hvaða einkenni?
Skrifaðu mér komment hér neðar og köfum dýpra
Ef greinin var þér gagnleg, líkaðu við og deildu með á Facebook!
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi , Meira á lifdutilfulls.is
Lifðu til Fulls er heilsumarkþjálfun ólík annari þar sem sérstök áhersla er lögð á að konur setji sjálfa sig í fyrsta sæti með einfaldri sjálfsumhyggju og meiri ást – svo þær geti starfað við sitt besta á hverjum degi og notið sín!