Sem mikil morgunmanneskja býð ég spennt eftir morgunmatnum mínum þegar ég vakna, en ég átta mig á því að við erum alls ekki öll þannig.
Ég á vínkonu sem býr í bandaríkjunum.
Ár eftir ár þegar ég hitti hana talar hún um að hún vilji léttast.
Það merkilega við þessa vínkonu mína er að hún borðar ekkert rosalega mikið yfir daginn og fæðukostirnir sem hún velur eru oftast frekar hollir.
En þegar ég spurði hana nánar kom sökudólgurinn í ljós. Því vínkona mín byrjar oft daginn á fundum og flakki úti bæ og um hádegisbilið áttar hún sig á því að “ohh ég er ekki búin að borða neitt í dag”!
Svo í dag kæra vínkona og vinur langar mig að segja þér frá mikilvægustu máltíð dagsins, af hverju hún er svo merkileg og hvað við ættum borða.
Morgunmatur á ensku er breakfast, eða break-fast sem þýðir að rjúfa föstu.
Eftir nóttina er líkaminn í mildu föstu ástandi, eins og hann væri ef engin fæða væri í boði. Þegar þú vaknar, hefur líkaminn unnið úr þeirri fæðu sem var í meltingarkerfinu og þarfnast nú fæðu til að halda efnasamskiptum eða brennslu gangandi.
Ef þú borðar ekki fyrr en um hádegið, eins og vínkona mín gengurðu á orku þína og reynir þá líkaminn að varðveita það sem hann hefur í stað þess að starfa við sína hámarks getu og brenna fitu eins og við viljum! Hollur morgunmatur mun því örva brennslu og leyfa líkamanum að starfa við sitt besta.
Fleiri fleiri rannsóknir sýna að þeir sem borða morgunmat eiga auðveldara með að viðhalda kjörþyngd og léttast og upplifa meiri orku og jafnvægi yfir daginn. Aukalega gerir góður morgunmatur þér keift að vera virkari yfir daginn, auka orkustig þitt og skapa þannig fleiri tækifæri til þess að brenna kalóríur. Hugsaðu einnig útí það, ertu ekki líklegri til þess að fara út að skokka ef þú ert ekki búin á því eftir daginn? (það ætti að koma sér vel í sumar).
Fæðan sem þú velur er lykilatriði fyrir þyngdartap og orku. Við ættum að leita eftir morgunmat sem inniheldur innihalda prótein, flókin kolvetni og holla fitu.
1. Uppáhaldið mitt á morgnanna þessa dagana er grænn drykkur þar sem ég blanda grænmeti eins og gúrku og lífrænu salati, náttúrulegu prótein dufti eins og RAW próteinduft úr spírum og öðrum ofurfæðum eða hemp fræum, kókosolíu eða avocadó sem fitu og oft banana eða bláber til að gera það örlítið sætara. Þetta allt saman í blandarann gerir yndislegt upphaf dagsins.
2. Tveggja eggja ommiletta með spínati, tómötum, kjúklingabaunum og lífrænt næringarger fyrir gott vegan osta bragð og örlítið af salt og pipar gerir einnig frábæran morgunmat.
3. Ef þú ert hrifin af hafragraut geturðu notað haframjöl (Glúten laust ef þú ert með óþol) eða kínóaflögur og sett útá eitthvað af chia fræjum og toppað með möndlumjólk og berjum/ávöxtum.
Þá er komið að þér, borðar þú alltaf morgunmat? Ef svo er hvað færðu þér? Og er eitthvað af þessum morgunverðartilögum sem þú ætlar að prófa?
Segðu mér frá í spjallinu hér að neðan og vertu með í umræðunni
Deildu svo á facebook og hvettu vini þína að borða morgunmatinn með þér!
Umfram allt eigðu yndislegan morgunmat í fyrramálið
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi