Eftir erfitt ár 2017 hrakaði heilsu Þorgerðar mikið og hún endaði með að hætta í vinnu. Lífið snerist þó við eftir að hún sló til og skráði sig á Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðið, í byrjun sumars.
Hér er viðtal við Þorgerði og minni ég á að skráningu í næsta hóp fyrir Frískari og orkumeiri á dögum námskeiðið lýkur á miðnætti á fimmtudag!
Þorgerður gekk í gegnum mikið álagstímabil árið 2017 vegna áfalla og veikinda í fjölskyldunni, auk þess sem hún sinnti 90% vaktavinnu.
“Síðan 2018 þegar ég fer í sumarfrí þá bara fer orkan. Ég var bara eins og tuska, ekkert veik en bara orkulaus. Ég hef alltaf verið frekar orkumikil.” segir Þorgerður og bætir við að hún hafi á tímabilinu tekið verkjatöflur flesta daga vegna verkjakasta.
Þorgerður varð oft örmagna og missti úr daga í vinnu, sem leiddi til þess að hún sagði á endanum upp.
“Það minnkaði álagið en ég var samt ekki góð. Ég var ekki sátt við mig. Svo sé ég Frískari og orkumeiri námskeiðið auglýst á Facebook og hendi mér í þetta... og þetta fékk ég allt til baka.” segir hún.
Strax á annarri viku námskeiðsins, fann Þorgerður orkuna aukast ótrúlega fljótt og að verkirnir voru farnir. “Ég hef ekkert fundið fyrir verkjunum síðan ég byrjaði á mataræðinu. Ekkert. Þetta fór alveg fram úr mínum björtustu vonum. Ég er bara enn að átta mig á þessu!”segir Þorgerður glöð og bætir við“Í dag þá bara langar mig ekki í sætindi!”
“Eftir að ég fór að finna hvað mér leið betur þá fór ég að hugsa “bíddu ég hef verið að éta í mig vanlíðan!”Ég hefði bara ekki trúað því, og ég er enn að kyngja þessu, að það sem maður innbyrðir sé svona mikilvægt.”
Þorgerður segir mikilvægasta árangurinn vera lífsgleðina og orkuna til að njóta daglegs lífs.
“Nú næ ég bara að njóta þess sem ég er að gera. ”
“Ég get líka sinnt barnabörnunum með ánægju og næ að njóta stundarinnar. Ég hugsa aldrei að ég sé slöpp og það henti illa að þau gisti. Það er aldrei svoleiðis, ég er alltaf klár!”
“Ég er í leikfimi sem ég hef verið á bara á veturnar, en nú er ég líka í sumar og það er bara allt í einu orðið svo gaman!”
Þorgerður segist hafa prófað ótal kúra í gegnum tíðina sem ekki hafa gengið upp. Eins og margir getur hún fengið algjöra þráhyggju fyrir vigtinni og lætur hana hreinlega eiga sig í dag.
“Ég finn alveg að fötin passa mér betur, en ég vigta mig ekki, það hefur aldrei reynst mér vel en orkan og lífskrafturinn er mér miklu mikilvægara.” segir Þorgerður.
“Ég verð sjötug núna í ár og besta útgáfan af mér á sama tíma.”
Þorgerður hikaði við að leyfa sér að fjárfesta í námskeiðinu, sérstaklega þar sem hún sá jafnvel fyrir sér að endast ekki í þessu. En hún var sátt með þá ákvörðun að fjárfesta í heilsunni og segir Þorgerður “Enda fékk ég eitthvað fyrir allan peninginn, það er bara þannig."
“Mér finnst rosa gott að hafa uppskriftirnar, Stuðningurinn er æðislegur bara. Get alltaf verið í sambandi ef ég þarf. Það er gott að hafa aðgang að ykkur og að þið svarið alltaf strax”
“Það er gott þetta nammi sem þú varst að búa til”sagði maður Þorgerðar um sykurlaust nammi sem hún bjó til, en hún segir hann ekki hafa verið hrifinn af “hollustumat” hingað til. “Við elduðum sama matinn og borðuðum bara það sama!” bætir hún glöð við.
“Það verður að segjast eins og er, hann hefur fengið að kenna á því þegar ég hef verið á ótal kúrum í gegnum dagana.”segir Þorgerður og hlær.“Þannig að hann hefur kannski ekki haft von á því að þetta myndi endast. En ég held að hann hafi verið svolítið hissa.. Þetta hefur bara gjörbreytt mínu lífi.”
Þorgerður má svo sannarlega vera stolt af þessum árangri og heilbrigða viðhorfi sínu til lífsins. Við hlökkum til að fanga 70 ára afmælinu með henni!
Fáðu 1 dags matseðilinn hér á meðan hann er ókeypis.
Matseðilinn gefur uppskriftir og sýnishorn frá Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu.
Ef þú glímir við orkuleysi, verki eða sykurlöngun og vilt koma þér af stað eftir sumarið - Ekki bíða lengur. Náðu þér í matseðilinn og kynntu þér á sama tíma námskeiðið betur enda lýkur skráningu eftir aðeins 2 daga!
Ef þú vilt fá persónulegt spjall við okkur um hvort námskeiðið sé rétt fyrir þig ekki hika að senda póst á studningur@lifdutilfulls.is eða hringja í síma 787-0006 .
Endilega deilið svo greininni á Facebook með vinum! :)
Heilsa og hamingja,