Oft eigum við það nefnilega til að þjóta áfram og ekki virkilega stoppa og gefa okkur tækifæri til þess að njóta þess sem við höfum áorkað, því þó svo að 2018 hafi kannski ekki farið 100% eftir áætlun þá áorkaðir þú ábyggilega helling, og náðir einhverjum markmiðum í leiðinni. Öll skref fram á við ber að fagna, þannig taktu þér tíma til þess að skrifa þessa hluti niður, upplifa þakklæti og gleði yfir því góða sem gerðist.
Þegar þú hefur leyft huganum að reika og skrifað niður svörin þín hvet ég þig til þess að horfa framá við til þess að hámarka líkurnar á að 2019 verði þitt besta ár hingað til.
Það gerist því miður svo allt of oft að fólk byrji fullt af krafti og ákveðni í að ná áramótaheitunum sínum og nýju markmiðunum sínum (eða gömlu), því það ætla allir að eiga BESTA árið hingað til..
En hvað gerist svo…?
Lífið tekur við, það rekst á áskoranir, hindranir og áður en það veit er það búið að gefast upp við fyrsta mótvind.
Fólk gleymir einfaldlega að framfylgja nýju skrefunum sem fylgja markmiðunum sínum, skipuleggur sig jafnvel ekki nógu vel og er fljótt dottið aftur í gamalt far.
Ég veit að við könnumst öll við þetta.
En málið er að það verða ALLTAF hindranir, lífið mun alltaf henda einhverju til okkar til að takast á við og þess vegna þurfum við að undirbúa okkur, við þurfum að sætta okkur við það að hlutirnir munu aldrei ganga 100% eftir áætlun.
Því fyrr sem við gerum það, því fyrr muntu byrja að ná langtíma árangri. Því þetta snýst ekki um að vera fullkomin og gera allt 100%, þetta snýst um að vera taka skref fram á við, þetta snýst um framfarir en EKKI fullkomnun. Þannig því fyrr sem þú kveður þennan ”allt eða ekkert” hugsunarhátt, því betra!
Manstu eftir þessum litla ljóta púka, sem situr á öxlinni hjá okkur öllum?
Við erum öll með þennan púka, hann getur verið með mismunandi skilaboð fyrir hvern og einn.
Ef þú ert alltaf að segja við þig:
„En ég er…..” og svo fylgir eitthvað neikvætt, niðurrífandi eða afsökun. Þá þarftu að fara til baka og skoða hvaðan það kemur. Hvar byrjaði þessi saga og er hún virkilega sönn? Eða er hún kannski eitthvað sem þú hefur bara sætt þig við og tekið sem þínum sannleika?
Því mundu að þetta býr einungis í huganum þínum, og það ert þú sem stjórnar honum, engin önnur.
Þú verður því að vinna í því að sleppa gömlum sögum og niðurrífandi sjálfstali.
Og mundu að þú hefur getuna til þess að breyta og uppfæra. Líkamlega ert þú ekki sama manneskjan og fyrir 3, 5 eða 10 árum.
Þannig þú átt líka að geta uppfært það hvernig þú talar við sjálfan þig eða hugsar, ekki satt?
Eitthvað sem við förum dýpra ofaní í Sterkari á 16 þjálfun sem er að hefjast í janúar!
Hverju er nauðsynlegt að þú náir árið 2019? Hvað viltu láta verða að veruleika?
Þetta verður að vera eitthvað sem skiptir þig virkilega miklu máli og þú finnur það innra með þér að þú ert tilbúin að leggja vinnuna á þig til þess að ná markmiðinu þínu.
Ég ætla að vara þig við, farðu varlega í að setja markmið eins og „Ég ætla að borða fullkomið mataræði, æfa 5 sinnum í viku.. ”
Allt eru þetta markmið með góðum ásetningi, EN þú verður að gera ráð fyrir sveigjanleika í markmiðasetningunni þinni.
Þú verður að gera ráð fyrir því að þú vinnir kannski ekki allar vikurnar eða alla daganna. Því hlutir munu koma upp!
Ég er ekki að reyna draga úr hvatningunni þinni eða minnka metnaðinn þinn, það eru bara allt of margir sem setja sér metnaðarfull markmið, og svo kannski gerist eitthvað og þau ná 3 æfingum yfir vikuna, eða detta í 1 -2 slæma daga í mataræðinu og hugsa…
„Nú jæja, ég er búin að klúðra þessu markmiði, ég get alveg eins bara hent því út um gluggann… “
„Af hverju klikka ég alltaf og klúðra öllu?”
…og fólk hættir og gefst upp!
Það er EKKI málið kæra vinkona!! Það er ENGINN fullkominn ALLTAF og það er algjörlega fáranlegt að ætlast til þess að vera það!
Þannig ef þetta á við þig, ef þú ert þessi ”allt eða ekkert” týpa, eða ert með mikla fullkomnunaráráttu í því sem þú gerir þá VERÐUR þú, þú VERÐUR og sleppa því og byrja að horfa á þetta öðruvísi. Þetta verður að vera lífsstíll en ekki átak!! og lífsstíll þýðir jafnvægi, EKKI ÖFGAR!
Ekki henda í burtu markmiðinu þínu af því þá áttir heimskulegan dag kæra vinkona.
Ég vona að þetta hafi gefið þér hvatningu og hjálpað þér að hugsa hlutina öðruvísi þetta árið. Ég vildi nýta tækifærið og láta þig vita að það er opið fyrir Sterkari á 16 þjálfun sem hefst í janúar!!
Við erum ótrúlega spennt fyrir næsta námskeiði og hlökkum til að vinna með stelpunum sem eru ákveðnar að gera 2019 að sínu besta ári hingað til.
Taktu ákvörðun í dag um að hefja nýtt upphaf á næsta ári, nýjan lífsstíl sem þú elskar, lífsstíl í jafnvægi, án allra öfga, kalóríutalninga, eða púl 6-7 sinnum í viku í ræktinni.
Smelltu hér til þess að tryggja þér sæti
Heilsukveðja,
Sara Barðdal
ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi
stofnandi www.hiitfit.is