Hann er innkirtlasérfræðingur og sérhæfir sig í offitu barna. Lustig varð þekktur vegna fyrirlesturs sem birtist á YouTube árið 2009 og ber heitið Sugar: The Bitter Truth.
Í myndbandinu hér að ofan, er hann í viðtali við Dr Andreas Eenfeldt, um hvað hann telur vera hina sönnu orsök offitu og annarra velmegunarsjúkdóma.
Margir telja að offita stafi af því að við borðum of mikið og æfum of lítið.
Með öðrum orðum að hegðun stjórni þyngdaraukningunni og það sé einstaklingnum að kenna að hann þyngist.
Hins vegar trúir Lustig ekki að þetta sé raunin, allavega ekki hjá meirihluta manna.
Hann telur að hegðunin, aukin fæðuinntaka og minni hreyfing, stafi af breytingum á hormónastarfsemi (1).
Staðreyndin er sú að það eru vel skilgreind líffræðileg ferli sem geta útskýrt hvernig fæðan sem við borðum truflar starfsemi hormónanna, sem veldur því síðan að við borðum meira og þyngjumst (2).
Með öðrum orðum, við fitnum ekki vegna þess að við borðum meira, við borðum meira vegna þess að við fitnum.
Offita er ótrúlega flókinn sjúkdómur og vísindamenn eru ekki sammála um hvað það er sem veldur henni.
Hins vegar er vel þekkt að hormón hafa hér mikið að segja.
Hormón sem kallast leptín skiptir hér miklu máli.
Þetta hormón er framleitt af fitufrumum. Það sendir merki til heilans um að við höfum geymt næga orku og þurfum því ekki að borða meira (3).
Of feitt fólk hefur mikla líkamsfitu og mikið af leptíni í blóðinu. En vandamálið er að leptínið nær ekki að koma skilaboðum til heilans.
Til einföldunar getum við sagt að heilinn sé ekki að “sjá” leptínið. Heilinn “veit” því ekki að við höfum geymt næga fitu og heldur því að við séum sveltandi. Þetta er þekkt sem leptínviðnám og er talið vera leiðandi orsök offitu (4).
Þegar um er að ræða leptín viðnám, þá eru það sem sagt hormón sem valda því að við borðum meira. Við borðum meira því heilinn “sér” ekki leptínið og telur því að við séum svöng.
Að reyna að beita viljastyrknum gegn þessum skilaboðum leptíns um að við séum sveltandi – er nánast vonlaust.
Annað hormón, sem Lustig (og margir aðrir virtir vísindamenn) telja vera einn helsta sökudólginn, er insúlín.
Insúlín er hormónið sem segir frumunum að taka upp glúkósa úr blóðinu. Það er einnig helsta hormónið sem stýrir geymslu orku í líkamanum. Það segir frumum okkar að geyma orku, annað hvort sem glýkógen eða fitu.
Samkvæmt Dr Lustig, er ein af þeim leiðum sem insúlín notar til að stuðla að offitu að hindra leptínmerki til heilans (5).
Af þeirri ástæðu, geta krónískt hækkuð insúlíngildi verið ein af ástæðum þess að fólk fær leptínviðnám.
Hátt insúlín – > Engin leptínmerki – > Heilinn “sér” ekki að við höfum geymt næga orku og telur að við séum sveltandi, sem veldur því að við borðum.
Annað hlutverk insúlíns er að senda merki til fitufrumanna og segja þeim að geyma fitu og halda í þá fitu sem þær geyma nú þegar (6).
Þessar skýringar á starfsemi insúlíns og leptíns virðast bæði einfaldar og rökréttar, en ég vil benda á að margir aðrir vísindamenn eru ekki sammála þessu.
Aðal einkenni efnaskiptavillu og sykursýki 2 er insúlínviðnám.
Insúlínviðnám þýðir að frumur líkamans sjá ekki insúlínmerkin og því þarf brisið að búa til enn meira insúlín
Þetta leiðir til ástands sem kallast insúlínóhóf, sem í grundvallaratriðum þýðir að insúlínmagn er alltaf hátt (7).
Að sjálfsögðu er insúlín ekki “slæmt” hormón. Það er algjörlega nauðsynlegt til að lifa af. En þegar það er langvarandi hækkað, getur það byrjað að valda meiri háttar vandamálum.
En hvað er það sem veldur því að insúlín hækkar?
Samkvæmt Lustig, er umfram magn frúktósa úr viðbættum sykri ein af leiðandi orsökum insúlínviðnáms, og insúlínviðnám leiðir til langvarandi hækkunar insúlínmagns (8, 9).
Það er í raun til töluvert af sönnunum þess efnis að þegar fólk borðar mikið af frúktósa (úr viðbættum sykri, ekkiávöxtum), þá leiði það til insúlínviðnáms, hækkaðs insúlínmagns, og annarra vandamála sem tengjast efnaskiptum (10, 11).
En það er mikilvægt að átta sig á því að jafnvel þótt frúktósi úr viðbættum sykri sé ein af helstu orsökum insúlínviðnáms, þá er ekki nóg að fjarlægja einfaldlega viðbættan sykur til að snúa við offitu og tengdum efnaskiptaröskunum.
Þess vegna er mikilvæg forvörn að forðast sykur, en það er ekki árangursríkt sem lækning.
Ef há insúlíngildi eru að valda leptínviðnámi og þyngdaraukningu (sem er umdeilt), þá er mjög einfalt að snúa því við.
Helsti hvati fyrir insúlínseytingu eru kolvetni. Prótín örvar einnig losun insúlíns, en kolvetni eru miklu stærri þáttur.
Margar rannsóknir sýna að minni kolvetni (lágkolvetnafæði) leiðir til þess að það dregur harkalega úr insúlínmagni og þyngdartap verður sjálfvirkt (12, 13,14).
Þegar fólk sker niður kolvetni, léttist það. Án þess að telja hitaeiningar. Hver sem ástæðan er, þá virkar þetta.
Svo … þú þarft ekki að bíða eftir að vísindamenn nái samstöðu um hvað það er nákvæmlega sem veldur offitu, vegna þess að óháð því hverjir líffræðilegu ferlarnir eru, þá er nú þegar til einföld leið til að snúa ferlinu við.
Jafnvel þó lágkolvetnamataræði sé ekki einhver töfralausn á þessum vandamálum, vitum við að minnsta kosti, að það er miklu betra en misheppnaða lágfitumataræðið sem enn er verið að halda að fólki.
Þessi grein birtist upphaflega á AuthorityNutrition.com.
Birt í samstarfi við
Tengt efni: