Í orðabók Websters er "skalli" skilgreindur á eftirfarandi hátt : Einstaklingur sem hefur ekkert hár ofan á höfði. Í dag velja margir að raka af sér allt hárið byrji það að þynnast.
Ég nefni að þetta sé skrifað fyrir karlmenn en það er nú einungis vegna þess að það er algengara að þeir missi hárið heldur en konur. En auðvitað geti þið konur líka notað þessar lausnir ef þið eru svo óheppnar að lenda í því að hárið fer fyrirvaralaust að þynnast mikið.
Það eru til góð ráð til að berjast við skalla böðulinn og hérna eru nokkur þeirra sem einfalt er að gera heimavið í friði og ró.
Þegar kemur að því að hugsa vel um hárið þá er kókóshnetan algjört kraftaverk. Hún er hlaðin af næringarefnum sem náttúrulega gefa raka og efla hárvöxt. Kókósmjólkin sjálf inniheldur prótein og mikilvægar fitu tegundir og einnig steinefni eins og potassium og járn. Ef þú notar þessa olíu reglulega þá brotnar hárið síður. Kókósolían hjálpar einnig til við að styrkja hárið frá rótinni og að enda hársins.
Mælt er með að nudda henni vel í hársvörðinn og leyfa henni að liggja í 20 mínútur.
Egg eru einnig afar góð til að bera í hárið. Þau eru rík af próteini og steinefnum eins og Selenium, iodine, phosphorus, járni og zinki. Þessi blanda hjálpar hársverðinum að framleiða ný hár í stað þeirra sem hafa dottið af. Einnig er hægt að blanda saman kókósolíu og eggjum.
Oft er það lélegt mataræði sem að kemur hárlosinu af stað. Þannig að passa þarf upp á að borða næringaríkan mat.
Einnig er mælt með að passa upp á hvernig sjampó og næring er notuð. Mælt er með jurta sjampói og næringu því þau eru mild og innihalda engin sterk aukaefni. Muna bara að nudda sjampói vel í hársvörðinn með fingurgómum í hringlaga hreyfingum og það sama á við hárnæringuna.
Fleiri snilldarráð til að berjast við hárlos má lesa HÉR.