Áður en þú stekkur af stað til að sækja þér verkjatöflur kíktu þá á þessi einföldu en góðu ráð sem geta hjálpa þér að losna við hausverk.
Í nýlegri könnun kom í ljós að fólk sem er stöðugt í símanum, hvort sem er að tala í hann, senda sms eða á netinu fær oftar hausverk en ella.
Þú gætir verið með vott af vökvatapi sem er ekki hættulegt en orsakar samt hausverk. Stórt glas af vatni ætti að laga hausinn á afar skömmum tíma. Svo er bara að passa að dekka nóg vatn yfir daginn.
Hausverkur við gagnaugun tengist yfirleitt stressi. Prufaðu að standa upp frá því sem þú ert að gera og finna þér hljóðlátan stað til að sitja á í smá stund. Einnig er gott að nudda svæðið við gagnaugað með fingurgómunum. Á meðan þú gerir þetta er afar gott að anda djúpt inn um nefið og út um munninn. Svona eins og gert er í Jóga.
Ef þú ert ennþá með hausverk eftir þessi ráð þá er gott að fá sér Engifer te og taka verkjatöflu.
Frekari upplýsingar má einnig lesa HÉR.