Í langan tíma var haldið að avókadó væri bara gott til að búa til guacamole, en nú er öldin önnur. Þessar litlu handsprengjur eru að sanna sig þegar kemur að heilsunni. En hvers vegna skildi það vera? Jú, þær eru svo ríkar af næringu og einnig fitu.
En hvað, fita! Á ekki að sleppa henni ef við viljum léttast? Málið er að fita gerir okkur ekki feit. Það á ekki að forðast að borða fitu.
Að hafa fitu með í mataræðinu gefur orku, ver líffærin, viðheldur frumunum og hjálpar líkamanum að vinna úr næringunni. Og það sem meira er, hún hjálpar líkamanum að brenna fitu. En þetta segir næringafræðingurinn Keri Glassman.
Á meðan mataræði sem að saman stendur af pizzum, frönskum, hamborgurum og fleiru getur orsakað þyngdaraukningu og ollið heilsufarslegum vandamálum þá eru næringafræðingar búnir að kynna sér það að það er ekki fitan í þessum mat sem gerir þig feitan, heldur lélegt hráefni og illa meðhöndlaður matur.
“Í stað þess að gera einhverja eina tegund matar að óvininum þá þurfum við að líta á kaloríufjöldann í staðinn og eins gæði hráefnis” segir Tara Gidus en hún er næringaráðgjafi hjá American Dietetic Association.
Sú fita sem þú átt að borða ef þú ert að reyna að létta þig á að koma frá ómettaðri fitu. Fitu eins og er í fiski, fræjum, hnetum, grænu grænmeti, ólífuolíu og auðvitað avókadó.
Árið 2009 var birt grein í the Brithis Journal of Nutrition og í henni segir að þeir sem að neyttu ómettaðrar fitu hafa minni kviðfitu en þeir sem að neyta hennar ekki.
Fyrir ekki svo löngu síðan fór eins og eldur í sinu um allan heim megrunarkúrinn low-fat/no-fat. Framleiðendur markaðsettu sínar vörur á þennan hátt og viðskiptavinir gleyptu við þessu. En var þetta holl aðferð? Nei, hún var það ekki. Að neita líkamanum um fitu er það versta sem þú gerir. Þessi megrunarkúr leiddi til mikillar þyngdaraukningar hjá fólki í löndum eins og Bandaríkjunum og Bretlandi.
Það vill nú þannig til að hún gefur matnum sem við borðum gott bragð. Þegar framleiðendur fjarlægja fitu úr mat og hlaða hann með sykri og salti að þá er hann bragðlaus og afar fitandi.
Líkaminn þarfnast þriggja næringarefna fyrir orku. Kolvetni, prótein og fitu. Eitt gramm af fitu gefur tvisvar sinnum meiri orku en eitt gramm af kolvetni eða próteini. Ef það er engin fita í mataræðinu þá hefur þú enga orku til að brenna kaloríum. Líkaminn þarf orku til að efnaskiptin virki rétt.
Fita er ekki auðmelt og heldur lengur til í meltingaveginum en margur annar matur. Vegna þessa, er maginn fyllri lengur og garnagaul er ekki á næsta leiti.
Í raun er mataræði sem er ríkt af omega-3 fitusýrum sem líkaminn fær einungis úr mat en ekki vítamínum það besta til að fylla magann. Þú ert saddur/södd lengur og ferð ekki að ráfa í ísskápinn tveimur tímum eftir kvöldmatinn sem dæmi.
Flest allir sem hafa farið í megrun vita að það er ferlega leiðinlegt. Að borða góðan mat gerir okkur hamingjusöm og málið er að matur án fitu gerir það ekki. Bragðið liggur í fitunni en ekki í sykrinum, saltinu og öðru innihaldi.
“Að borða góða fitu með æfingaprógrammi eykur vöðvamassann” segir Rachel Cosgrove þjálfari og eigandi Results Fitness. Að auka vöðvamassann er mikilvægt fyrir efnaskiptin í líkamanum og einnig til að brenna kaloríum.
Árið 2011 voru gefnar út niðurstöður rannsóknar í Clinical Science. Þar var fólki á aldrinum 25-45 ára gefið PUFA fæðubótaefni og var niðurstaðan sú að fita eykur próteinið og stærð vöðvafruma í líkamanum.
Mýmörg vítamin eins og A, D, E og K eru þannig gerð að líkaminn getur ekki nýtt sér þau án fitu. Ef að líkaminn þinn er ekki að nærast rétt þá muntu finna fyrir næringaskorti sem getur leitt til afar þurrar húðar, blindu, brothættum beinum, vöðvaverkjum og óeðlilegum blóðkekkjum.
Þessi áður nefndu vítamin eru einnig lykillinn að okkar orku, einbeitingu og vöðvaheilsu. Sem að er svo allt það sem heldur þyngdinni eðlilegri.
E-vítamín sem dæmi er mjög öflugt andoxunarefni á meðan að D-vítamín aðstoðar líkamann við að losa sig við fitu, þá sértaklega kviðfitu.
Þannig að þó þú hlaðir hollustu í salatið þitt, spínat, tómötum og gulrótum að þá verður þú að hafa ólífuolíu eða annarskonar olíu með til þess að líkaminn vinni næringuna úr grænmetinu.
Heimild: livestrong.com