Við þurfum að leita leiða til að efla heilann. Það eru fullt af einföldum leiðum til að hjálpa til við að skerpa skilning og efla heilann. Andlega örvandi athafnir, sérstaklega þær sem eru krefjandi og hjálpa heilanum að skapa nýjar tengingar. Því fleiri tengingar, því fleiri leiðir hefur heilinn okkar til að fá upplýsingar þangað sem hann þarf að fara. Þetta getur hjálpað til við að bæta vitundina á heildina litið eða á tilteknum svæðum.
Andlega örvandi athafnir fá þig til að reyna á heilann.
Hér fyrir neðan eru nokkar hugmyndir.
Tvítyngt fólk hefur betri andlegan sveigjanleika og lipurð og getur haft einhverja vernd gegn
hættunni á að fá elliglöp, samanborið við fólk sem talar eitt tungumál. Að læra annað eða
þriðja tungumál seinna á lífsleiðinni getur jafnvel tafið hnignun heilans. Til að hefjast handa skaltu
hlusta á málupptökur, taka námskeið á netinu eða hlaða niður forriti eins og Babbel eða Duolingo.
Tónlist getur virkjað næstum öll svæði heilans, þar á meðal þau sem tengjast tilfinningum, minni og
líkamlegri hreyfingu. Til dæmis með því að hlusta á nýjar tegundir tónlistar eða með því að læra á
hljóðfæri. Skoðaðu lagalista frá öðrum löndum eða byrjaðu að læra á hljóðfæri með því að
horfa á ókeypis myndskeið á YouTube.
Leikir styrkja getu þína til að ná minningum (ef þú spilar til dæmis Trivial Pursuit) eða til að styrkja
rökhugsun (ef þú spilar leiki eins og Monopoly). Að spila borðspil er gagnlegt vegna þess að það
krefst þess að þú notir fjölda huglægra hæfileika í einu: minni, sjón og raðgreiningu.
Að heimsækja nýjan stað færðu ný sjónarhorn á heiminn, heyrir ný hljóð og nýjar mállískur sem
örvar heilann og myndar ný tengsl í heilanum. Þú gætur ekki ferðast langt í heimsfaraldrinum
en einfaldlega að skoða svæði nálægt getur valdið heilabreytingum. Íhugaðu að keyra til bæjar
sem þú hefur aldrei heimsótt áður eða fara í gönguferð með framandi landslagi (kannski fjöll eða skóga)
til að öðlast ný sjónarhorn.
Menningarstarfsemi örvar heilann á margan hátt. Þó að þú getir ekki notið þessarar starfsemi
innandyra núna, þá gæti verið hægt að sjá þær utandyra eða á netinu. Veldu eitthvað sem þarf smá
áreynslu til að skilja, til dæmis leikrit frá Shakespeare eða erlenda kvikmynd (reyndu að átta þig á
því hvað persónurnar segja án þess að lesa texta). Ef þú ert að horfa á tónleika skaltu velja einn
með flóknum klassískum tónverkum. Ef þú ert að skoða safnasýningu á netinu skaltu reyna að ná í
smáatriðin sem listamaðurinn notaði til að koma skilaboðum á framfæri.
Sýnt hefur verið fram á að vinna að orðaþrautum hjálpar fólki að bæta sig í athygli,
rökhugsun og minni. Prófaðu mismunandi þrautir á hverjum degi og mundu að auka
erfiðleikastigið eftir því sem þrautirnar verða auðveldari fyrir þig.
Ekki takmarka þig við eina andlega örvun: sumar vísbendingar benda til þess að því meira af
þessum atriðum sem þú gerir, þeim mun meiri líkur eru á að þú styrkir heilann.
Að sameina andlega örvandi athafnir við hreyfingu, nám eða félagsskap getur haft
enn sterkari áhrif á skilning. Til dæmis:
Hreyfðu líkamann og dansaðu meðan þú hlustar á nýja tónlist.
Lærðu eitthvað með því að horfa á myndbandsfyrirlestur um listamanninn áður en
þú skoðar sýningu á verkum viðkomandi.
Heimild: Harvard Health Blog.