Það gerist varla huggulegra.
Ég er algjört jólabarn og mér þykir smákökubaksturinn ómissandi partur af jólunum.
Þessar vanillukökur eru sannkallað lostæti. Þær eru stökkar að utan en mjúkar að innan og bragðast hátíðlega, af vanillu og kanil.
Ég nota lífrænt vanilluduft sem gefur sérstaklega gott vanillubragð en þú getur notað vanilludropa í staðinn.
Síðan ég breytti um lífsstíl þykir mér mikilvægt að hagræða jólabakstrinum á hollan hátt. Mér líður einfaldlega mikið betur af því að njóta sætinda minna án hveitis og sykurs og þykir bragðið sko ekkert síðra. Þessar vanillukökur eru einmitt vegan, glútenfríar og sykurlausar.
Núna í desember held ég skemmtilegt sætinda- og konfekt myndbandsnámskeið sem má lesa meira um hér. Með því lærir þú að skipta út sykri og ráð mín að góðum eftirréttum og sætubitum.
Fyrir þá sem þykir kókosbragð sérlega gott (eins og manninum mínum til dæmis) mætti nota nota helming magnsins af kókoshveitinu í uppskriftinni og nota svo jafn mikið magn af kókosmjöli á móti.
Smákökudeigið má einnig gera fyrirfram til að flýta fyrir og geymist það vel í kæli. Takið þá deigið út 4 klst eða morguninn áður en smákökurnar eru settar í ofninn.
Litlir sem stórir puttar geta svo haft gaman af því að móta smákökurnar í kúlur eða litla jólakalla.
Vegan, glútenfríar, sykurlausar
1 bolli hafrar, malaðir (ég notaði glútenlausa)
1 1/4 bolli kókoshveiti
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk salt
1/2 tsk kanil
1/8 tsk vanilluduft (einnig má nota meiri vanilludropa)
1/2 bolli vegan smjör, við stofuhita
1/4 bolli hlynsíróp
1/4 bolli (eða 7 msk) kókosmjólk
4-6 dropar stevia
1 tsk vanilludropar
1. Hitið ofn við 180 gráður.
2. Malið hafrana í matvinnsluvél eða blandara þar haframjöl fæst.
3. Hrærið saman haframjöli, kókoshveiti, matarsóda, vínsteinslyftidufti, salti, kanil og vanillu í skál.
4. Setjið næst smjör, hlynsíróp, kókosmjólk, steviu og vanillu í hrærivél og blandið vel saman. Bætið þurrefnablöndunni við og haldið áfram að hræra. Bætið við 1 msk kókosmjólk ef deigið virðist of þurrt.
5. Myndið litlar deigkúlur (c.a 1 msk á stærð) og setjið á bökunarpappír. Hver smákaka ætti að vera í kringum 3 cm en mega vera minni. Þetta ætti að gera tvær plötur af smákökum eða meira ef þú gerir minni kökur.
6. Bakið í ofni í 12-15 mín við 180 gráður. Leyfið að kólna.
7. Njótið með kaldri möndlumjólk!
Ég vona að þú prufir!
Ef þú hefur áhuga á að læra að gera sykurlaus og ljúffeng sætindi og konfektmola yfir hátíðirnar mæli ég með að þú kynnir þér myndbandsnámskeiðið hér!
Þar sem flest okkar eiga annríkt þennan mánuð er námskeiðið sett þannig upp að þú getur hlustað á bút hér og þar þegar þú getur, og þarft ekki einu sinni að yfirgefa eldhúsið þitt! Allt námskeiðið fer fram í myndbandsformi.
Það jafnast ekkert á við dásamlega hráköku eða góðan konfektmola sem þér líður vel af og gefur ljóma!
Heilsa og hamingja,
P.S. Kynntu þér sérstakt jólatilboð á uppskriftabóki Lifðu til Fulls hér. Tilvalin gjöf fyrir hana.