Hérna eru fróðleiksmolar fyrir ykkur sem þekkið gúrkuna ekki nógu vel.
1- Gúrkan inniheldur flest af þeim vítamínum sem við þurfum daglega. Í einni gúrku má finna B1, B2, B3, B5 og B6-Vítamín. Einnig er hún rík af Fólínsýru, C-vítamíni, Calcium, járni, magnesíum, phosphorus, kalíum og zinki.
2- Finnur þú fyrir þreytu seinni part dags? Leggðu frá þér koffein drykkin sem þú ert með í bolla eða glasi og fáðu þér gúrku. Góður biti af gúrku gefur þér náttúrulega orku sem getur nýst þér í nokkra klukkutíma, eða þangað til þú ferð að sofa. Og kosturinn er að gúrkan inniheldur ekki koffein svo þú liggur ekki andvaka.
3- Ertu þreytt á að stíga út úr sturtunni og spegillinn er ekkert nema móða? Prufaðu að nudda gúrkusneið á brúnirnar á speglinum, það á að koma í veg fyrir móðumyndun og er einnig róandi. Gefur baðherberginu smá "spa-fíling".
4- Og gott ráð til að hafa í huga fyrir næsta vor. Áttu í vandræðum með illgresi í beðunum þínum? Skerðu nokkrar þunnar sneiðar af gúrku og settu þær í álform og út í beð og þetta ætti að halda illgresi frá þínum beðum allt sumarið.
5- Vantar þig fljóta og auðvelda leið til að minnka aðeins appelsínuhúðina á lærunum áður en þú skellir þér í sund? Prufaðu að nudda gúrku á vandræðasvæðið í nokkrar mínútur, phytochemicals sem gúrkan inniheldur er kollagen ríkt og gæti dregið úr appelsínuhúðinni. Þetta virkar einnig afar vel á hrukkur.
6- Viltu forðast timburmenn eða slæman höfuðverk? Borðaðu nokkrar sneiðar af gúrku áður en þú ferð að sofa eftir djamm og þú ættir að vakna fersk og laus við höfuðverkinn. Í gúrkunni er nefnilega nóg af sykri, B-vítamínum og öðrum nauðsynlegum næringarefnum til að vinna upp það sem líkaminn tapar þegar þú drekkur áfengi.
7- Vantar þig eitthvað til að narta í á milli mála? Fáðu þér þá gúrku.
8- Ertu að fara á mikilvægan fund eða atvinnuviðtal og þú uppgötvaðir á síðustu stundu að skórnir þínir eru ekki næginlega pússaðir? Nuddaðu gúrkusneiðum yfir skóna, efnin í gúrkunni gefa skónum strax fallegan glans og ekki nóg með það, heldur verjast þeir vatni.
9- Ískrar í hjörum hjá þér? Taktu sneið af gúrku og nuddaðu svæðið sem ískrar í og vittu til, þetta virkar.
10- Ertu mikið upptekinn, stressuð og hefur ekki tíma í nudd eða andlitsbað? Taktu gúrku og skerðu hana alla niður í sneiðar. Settu sneiðarnar í sjóðandi vatn. Efnin í gúrkunni bregðast við sjóðandi vatninu og gufan sem stígur upp af pottinum fyllir andrúmsloftið af róandi ilm sem á að fá þig til að slaka á.
11- Varstu að koma úr hádegisverð og fattar að þú ert ekki með tyggjó eða myntu í töskunni? Taktu sneið af gúrku og settu upp í efri góm og þrýstu með tungunni í um 30 sekúndur og þannig kemur þú í veg fyrir að vera með slæma andremmu.
12- Ertu að leita að leið til að þrífa vaska og blöndunartækin þín á umhverfisvænan hátt? Sneið af gúrku hjálpar til við það. Þú nuddar gúrkusneið á svæðið sem þú vilt þrífa og eftir smá stund sérðu mikinn mun. Það glansar allt eins og nýtt og þú þurftir ekki að anda að þér óæskilegum efnum úr hreingerningalegi.
13- Varstu að skrifa með penna en gerðir stafsetningavillu eða önnur mistök? Notaðu dökkgræna hlutann af gúrkunni og varlega nuddaðu yfir svæðið þar sem mistökin voru gerð, það virkar eins og stokleður á blýant. Þetta virkar einnig vel á veggi sem börn hafa krotað á með vaxlitum.
Algjör snilldar ráð og það með gúrku. Endilega deilið þessu með vinum ykkar til að auðvelda þeirra daglega líf.