Góðan daginn.
Já þetta með að borða hreint
Að borða mat.
Borða góðan hollan venjulegan mat.
Sleppa unnum mat .
Reyna eftir fremsta megni að hafa vöruna hreina.
Vera ekki að úða í sig aukaefnum.
Hvítur sykur, hvít grjón, hvítt pasta.
Þetta eru vörur ásamt of miklu brauði sem ég forðast.
Mundi ekki hrökkva uppaf við að borða þennan mat....bara kýs að hafa í algjöru lámarki.
Öll álegg nema sem ég bara bý til sjálf .
Í áleggjum eru oft bara rusl.
En pottþétt má finna álegg í dag sem er í lagi fyrir svona sérviskupúka eins og mig að borða
Velja vel bæði með kjötið og kjúklinginn.
Ekki vera kaupa vöru sem er búið að eiga við sprautu fylla af sykri og salti og bæta drasli út í hreint kjöt.
Passa upp á kryddin sín.
Núna er einmitt tíminn í að rækta sín krydd
Allir gluggar hjá mér í blóma núna.
Og ef þetta er of mikið sé ekki fram á að borða þetta allt skelli ég bara í frysti.
Set í klakaform og smá vatn.
Þá eru kryddin alltaf fersk :)
Ég fæ ennþá send og meira að segja mjög oft skilaboð um "Á hvaða kúr ertu"
Hvað er bannað og hver er matseðilinn :)
En ég verð alltaf jafn hissa.
En samt ekki .
Því okkur hefur verið sagt að fara í megrun til að losa um kílóin!
Herða sultarólina....finna fyrir svengd.
Svelta sig og mjókka.
Banna sér um þetta og hitt.
Og dansa svo í hringi því allt fellur um sjálft sig.
Ég er ekki í megrun.
Ekki í kúr.
Mataræðið mitt heitir ekkert.
En ég borða hreint mataræði.
Búin að borða af mér 50 kíló .
Búin að styrkja mig og byggja upp nýjan líkama.
Ekki undir neinum kringum stæðum svelti ég.
Geng ekki um með garnagaul .
Og ég er grimm og leiðinleg kona ef ég er svöng til lengdar.
Lífið verður skítfúlt.
Ég spái mikið í mat.
Kynni mér innihaldið áður en ég kaupi hlutina.
Og fylgist með tilboðum :)
Reyni að spara í innkaupum.
Sem er nú ekkert grín á landinu kalda.
Kaupi mikið af mínum kryddum erlendis.
Á mínar uppáhalds heilsubúðir í London .
þar er ég sem barn í nammilandi.
Ég er hætt að velta mér of mikið upp úr kílóum.
Og mínar væntingar til vigtar breytast árlega :)
Ég vel að vera í hollustunni og með hreyfinguna inni.
Sjá það bjarta í lífinu.
Læt ekki brjóta mig niður .
Og þar kem ég sterk inn sjálf.
Því ég var óvinnurinn :)
Ég sá alveg sjálf um að koma mér á þann stað sem ég byrjaði á.
Alltaf í jójó megrun og niðurrifi.
Nei takk sá tími er búin
Jæja það er fimmtudagur og frí hjá mér í dag í ræktinni
Þá er bara að fara út að leika seinnipartinn.
Eigið góðan dag