Ég varð bara að deila þessu með þér.
Eitt af því sem gleður okkur hjá Lifðu til fulls hvað mest, er að heyra árangurssögur og við gætum ekki ekki verið stoltari af Kolbrúnu.
Kolbrún skráði sig á Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðið fyrr á árinu í von um að ná þeirri heilsu og líkama sem hún hafði lengi þráð.
Þið sem fylgist með mér kannist kannski við hana frá Facebook þar sem ég tók viðtal við hana fyrir stuttu.. Það reyndist svo hvetjandi fyrir þátttakendur námskeiðsins að heyra af árangri hennar og vellíðan, að ég varð að fá hana í frekara spjall um ferlið og upplifun hennar.
Skráning og sumartilboð á Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðið lýkur miðnætti á morgun! Mæli ég því með að lesa sögu Kolbrúnar og ef þú tengir við hana að tryggja þér stað á meðan möguleiki er á því!
“Ég var frekar orkulaus, búin að eiga við svefnvandamál í mörg ár, ca.2 kg.yfir kjörþyngd.” segir Kolbrún um ástandið á sér áður en hún skráði sig á námskeiðið.
Fyrir 10 árum síðan kynntist Kolbrún konu sem hafði losnað við brjóstakrabbamein eftir að hafa tekið mataræðið í gegn og tekið út sykur. Kolbrúnu fannst svo magnað að heyra svona frá fyrstu hendi, nú mörgum árum síðar er konan enn laus við krabbameinið!
“Mig hefur dreymt um í 10 ár að losna við sykurlöngun. Mér fannst þetta magnað og áttaði mig á að sykur er eitur sem við eigum ekki að láta fara inn fyrir okkar varir. Ég skráði mig því á námskeiðið hjá ykkur í von um að það myndi verða það sem ég þurfti til að komast á draumastaðinn – að verða laus við sykurlöngun.” segir Kolbrún.
Kolbrún léttist um 2 kíló eða losaði sig við “björgunarhringinn” eins og hún orðar það, sem hún var í stöðugu basli við að ná af sér. “Það er ótrúlegt hvað ég á auðveldara með að skokka núna þar sem mér finnst ég mun léttari um miðjuna/magann. Ég er líka léttari í lund, bæði vegna sykurleysisins en ekki síst vegna sigursins að finna að ég hef stjórn á mér, meira að segja í boðum þar sem ýmislegt góðgæti er á borðum. En hér áður hlakkaði ég oft meira til að borða heldur en að hitta fólkið í boðunum!” segir Kolbrún.
“Ég vissi að það var óheilbrigð hugsun en ég hafði engin „verkfæri" til að taka á því hér áður fyrr”
Reynsla Kolbrúnar af því að taka mataræðið í gegn var ekki góð. Hún tengdi það við kvíða og depurð yfir því að þurfa að mega ekki fá sér neitt gott.
“Ég upplifði sykurlöngun hverfa á fyrsta degi. Mér finnst það alveg magnað! Núna langar mig ekki að fá mér þó mig langi í bragðið. Núna er auðvelt að fá sér ekki sætindi því ég er búin að þjálfa hugann og líkamskerfið í að skilja að þó sætindi séu góð á bragðið þá valda þau mér vonbrigðum á einhvern hátt ef ég borða þau. Ég hef aldrei áður náð þessum árangri þó ég hafi tekið stutt, sykurlaus tímabil.”
Það sem Kolbrún talar um, “að þjálfa hugann”, er einmitt það sem við leggjum mikla áherslu á í fyrsta skrefinu á námskeiðinu. Fólk nær ótrúlegum árangri bara með þessu eina skrefi, eins og Kolbrún - að losna við sykurlöngun á einum degi.
Stuðningurinn spilaði stórt hlutverk í árangri Kolbrúar og segir hún; “Mér fannst gríðarlega mikilvægt að hafa aðgang að svörum frá ykkur því þegar ég geri eitthvað þá geri ég það alla leið. Mér þótti því gríðarlega gott að geta hent inn spurningu um t.d. hvort mætti borða þetta eða hitt því ég vildi alls ekki svindla.” segir Kolbrún. “Það var og er mjög gaman og hvetjandi að fylgjast með því sem hinir á námskeiðinu voru/eru að upplifa.”
Spurð út í fjárfestinguna segir Kolbrún fyrstu innkaupin hafa verið dýrari en venjulega, en síðan þau seinni alls ekki.
“Þegar ég var búin að borga námskeiðið hugsaði ég: "Það er eins gott að þetta virki!" því loforðin í kynningunni hjá Júlíu hljómuðu mjög sannfærandi og ég vonaði að ég væri ekki að kaupa eitthvað prógram sem virkaði ekki fyrir mig. Það sem kom mér svo skemmtilega á óvart var að námskeiðið svínvirkaði.”
“Það er orðið mun auðveldara að versla.”
“Úr því að við hjónin borðum ekki lengur sykur, og ýmislegt annað óhollt, þá er maður ekki að grípa sér hitt og þetta í búðinni og það sparar auðvitað pening á móti, fyrir utan að mér finnst ég núna vera að fara miklu betur með peningana okkar þar sem við erum að kaupa hreinan og hollan mat sem nærir okkur. Það er frábær tilfinning. Það er í raun orðið mun auðveldara að versla, eftir að maður komst svolítið af stað á námskeiðinu og lærði inn á þetta allt saman, því nú veit ég hvað ég ætla að kaupa.”
Kolbrún fékk manninn sinn í lið með sér og segir árangurinn hafa breytt miklu í lífi þeirra hjóna. Þau voru engir sukkarar áður en orkulaus, voru óviss hvernig fæðusamsetningar þau ættu að borða og elduðu ekki nógu næringarmikinn mat.
“Núna sneiðum við enn hjá sykri, mörgum vikum seinna og okkur langar alls ekki í gamla lífið aftur. Þetta er skrítin tilfinning en alveg rooooosalega góð! Skrítið að horfa á sætindi hjá öðrum en fá sér ekki og langa ekki í þau vegna slæmu áhrifanna sem þau hafa, sem er orkuleysi.
Maðurinn minn upplifði aukna orku og skýrari hugsun og eins og hann segir: "Þegar byrjað var að borða hollan, hreinan og næringarríkan mat þá var eftirleikurinn auðveldur". Sykurlöngunin hvarf því hann var alltaf mettur. Kærar þakkir fyrir okkur!”
Ég segi bara það sama til baka; TAKK Kolbrún fyrir að gefa okkur möguleika á að miðla þessari þekkingu og fá að fylgjast með árangrinum. Við gætum ekki verið stoltari af ykkur hjónunum!
Skráningar á Frískari og orkumeiri námskeiðið eru nú opnar og á sumartilboði en það lokar fyrir á miðnætti á morgun, miðvikudaginn 1.maí !
Smelltu hér fyrir orkuríkara líf!
Síðustu ár hef ég skuldbundið mig því að gerast sérfræðingur á sviði heilsu og lífsstíls og það er mín þrá að einfalda og stytta þér leiðina.
Ath: Ekki er um að ræða vesen í eldamennsku, tímafrekar uppskriftir eða boð og bönn. Hvað þá heldur er ekki verið að tala um þyngdartap sem kemur aftur að loknu námskeiði.
Núna er tíminn að fyllast orku og vellíðan í eigin skinni!
Heilsa og hamingja,