Breytingaskeiðið getur sannarlega spilað hlutverk í hægari brennslu enda er talið að brennslan hægist um 5% við hvern áratug eftir breytingaskeið og þá er algengt að konur bæti á sig að meðaltali 5-8 kílóum sem setjast aðallega á kviðinn.
Ef hormónar eiga í hlut við hægari brennslu líkamans (þá vegna breytingaskeiðs eða skjaldkirtils) geta föstur verið eitt það versta sem við gerum líkamanum og hreinlega haft skaðlegri áhrif á líkamann.
Í dag langar mig að deila með ykkur 1 dags matseðli úr Nýtt líf og Ný þú þjálfun, ásamt ráðum sem geta aukið náttúrulega brennslu líkamans.
Á morgun er síðasti dagur ársins til að vera með í Nýtt líf og Ný þú 4 mánaða lífsstílsþjálfun sem er sérsniðin að þyngdartapi eftir fertugt og tæklar algengustu heilsuáskoranirnar sem fylgja aldrinum.
Hreyfing í 5 mínútur á dag til að ná upp púlsinum og svitna getur skipt sköpum þegar kemur að fitubrennslu, orku og almennri heilsu. Húðin er að auki stærsta líffærið fyrir afeitrun og höfum við öll gott af því að svitna smá daglega. Eitt af því sem ég hvet þátttakendur í Nýtt líf og Ný þú þjálfun til að gera eru stuttar 5-15 mín æfingar sem taka á öllum líkamanum. Byrjaðu t.d. á að leggja bílnum örlítið lengra í burtu, taka stigann eða fara út í stutta göngu en svo getur þú aukið álagið með tímanum.
Matarlyst getur aukist með árunum en henni er hægt að halda í skefjum með réttu mataræði og bætiefnum. Bætiefni, fæðutegundir og rétt hreyfing sem hluti af mínum lífsstíl hefur einnig hjálpað mér að vinna upp heilsu skjaldkirtils og einnig þeirra sem hafa gengið í þjálfun. Að efla meltingarflóruna með góðum bakteríum (t.d acidophilus) er mjög mikilvægt sem og að hafa jafnvægi í skömmtum kolvetna, próteins og fitu. Mundu að föstur eða svelti virka aldrei og er skammtímalausn sem getur haft slæmar afleiðingar!!
Sjáðu fæðutegundir sem auka brennsluna náttúrulega hér í 1 dags matseðli.
Svefninn hefur áhrif á tvenn mjög mikilvæg hormón sem stjórna svengd og matarlöngun, sem þýðir þá einfaldlega að afleiðing of lítils svefns er meiri matarlöngun. Er svefninn því lykilatriði í þyngdartapi! Oft eigum við það líka til að reyna að sækja okkur snögga og ódýra „orku” þegar við erum þreytt.
Líkami þinn brennir meiru þegar hann sefur svo ég mæli með að þú setjir þér það markmið að ná góðum nætursvefni á hverri nóttu og koma á góðri svefnrútínu.
Þú þarft alls ekki að örvænta þrátt fyrir að þú hafir bætt aðeins á þig. Þú getur enn sagt skilið við aukakílóin til frambúðar ef þú tekur réttu nálgunina og lífsstílsbreytingu.
Lífsstílsbreyting eins og ég tala um hér felur í sér að finna út hvað í fæðunni raunverulega virkar fyrir þig og endist þér út ævina. Lífsstíll sem hugar að bæði mataræði, hreyfingu og bætiefnum sem henta þér og gefa þér allt að 10 ára yngri líðan! En það er nokkuð sem við gerum í Nýtt líf og Ný þú þjálfuninni sem hefst á morgun!
Hér getur þú smellt til að sækja 1 dags matseðil sem örvar brennslu og eykur orku og á sama tíma lært meira um Nýtt líf og Ný þú þjálfun!
Gríptu tækifærið áður en það verður of seint og skapaðu lífsstíl sem endist með Nýtt líf og Ný þú þjálfun hér en skráningu lýkur á miðnætti annað kvöld og opnum við dyrnar ekki aftur fyrr en eftir ár!
Þér er sannarlega ætlað að lifa full af orku, laus við leiðindakílóin sem þvælst hafa fyrir þér, frjáls til að fara upp fjöll og firnindi án þess að verkja í skrokkinn — lífsglöð og sátt!
Sköpum lífsstíl þinn saman, þann sem þú heldur út til frambúðar.
Heilsa og hamingja,