En hún er það í raun ekki. Líkamsfita getur meðal annars aukið kynorkuna, þér verður síður kalt, ásamt fleiru góðu sem hún gerir fyrir okkur.
Fita er með slæmt orð á sér. Rannóknir hafa sýnt ef þú ert að bera of mikið af fitu á líkamanum þá ertu að auka líkur á hjartasjúkdómum og auðvitað bæta sentimetrum á mittið og fleiri staði.
Tökum sem dæmi, fitufrumur sem sitja undir húðinni virðast vinna með líkamanum. Má nefna t.d gegn sýkingum. En þetta kom í ljós við rannsóknir hjá Háskóla í San Diego í Kaliforníu. Það sýndi sig að þessi fita sem situr undir húðinni heldur vörð um ónæmisfrumurnar okkar og drepur bakteríur og skaðlegar örverur.
En þessi fita en góð fyrir fleira en ónæmiskerfið.
„Þegar líkamsfitu prósentan er of lág þá minnkar löngun í kynlíf“ en þetta segir Jessi Kneeland en hún er þjálfari hjá stórri líkamsræktarstöð í New York Borg. En aftur á móti ef það er of mikil líkamsfita þá getur það líka haft neikvæð áhrif á löngun í kynlíf.
American College of Sports Medicine segir að allt frá 20 – 32% í líkamsfitu sé ásættanlegt fyrir konur. Taka skal þó fram að það fer eftir því í hversu góðu líkamlegu formi þú ert. Fyrir konur þá er í lagi að fara niður í 12% líkamsfitu.
Heilbrigt magn af líkamsfitu vinnur eins og einskonar einangrun, hún heldur á þér hita. Góða fitan, þessi brúna er sérstaklega góð til þess. En aftur á móti, of mikið af fitu vinnur gegn þér, þú svitnar óþarflega mikið og þolir illa staði þar sem heitt er í veðri.
„Við vitum að of lítið af líkamsfitu hefur áhrif á flutning næringarefna til líkamans“ en þetta segir einkaþjálfarinn Cathy Leman, M.A., R.D., L.D., eigandi NutriFit inc. Þarna er hún að tala um t.d vítamín eins og A, D, E og K. En þessi vítamín geymast í fituvefjum líkamans.
Fita er góð fyrir æxlunarfærin eins og þau leggja sig. Allt frá því að vera með reglulegar blæðingar og einnig ef þú ert að reyna að verða ófrísk.
Ef líkamsfitan ef of lág þá geta blæðingar orðið óreglulegar og mun erfiðara er að verða ófrísk þegar svo er. Ef þú ert að reyna að verða ófrík og ert daglega í ræktinni þá er mælt með að leita til læknis og láta mæla líkamsfitu og taka tilheyrandi blóðprufur er koma að egglosi og slíku.
Heimild: shape.com
Líkamsfita skiptir máli. Ef þú ferð niður í of lága prósentu þá áttu á hættu að verða ófrjó, vöðvar hverfa, hjartað mun eiga í erfiðleikum og þú gætir dáið.
Og ekki bara það, einnig er heilbrigt magn líkamsfitu afar gott fyrir húðina og hárið. Án fitu þá væri húðin og hárið þurrt og húð væri mun líklegri til að mynda þurrkubletti.
Þessi fita virkar eins og púði fyrir líffærin okkar og hún virkar eins og höggdeyfir fyrir beinin.
Við þurfum fitu til að vinna úr nokkrum tegundum af vítamínum, má þar nefna A, D, E og K. Ef lítil eða engin fita er til staðar í líkamanum þá getum við ekki nýtt þessi vítamín eins og líkaminn þarfnast.
Fitan virkar sem geymsla og orkustöð fyrir frumur í líkamanum.
Framleiðsla á ákveðnum hormónum þarf á fitu að halda.
Fitan setur slæm efni sem lenda í líkamanum í geymslu, já, þú last rétt. Ef þú verður fyrir því að líkaminn verður óvarinn gegn eiturefnum sem hann getur ekki unnið úr á þeim tíma þá mun fitan geyma þau þar til fitufrumur eru lausar til að vinna úr þessum efnum.
Konur er t.d daglega að eiga við allskyns efni sem fitan geymir, eins og t.d hársprey, meik, og ilmvatn. Gott að hafa þetta í huga þegar þú skellir Avocado með í máltíðina þína. Þar er nefnilega komin afar góð fita.
Heimild: healthymummy.com