Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir.
Lengi vel borðaði ég yfir mig á hátíðum og hugsaði með mér að ég gæti reddað því með því að fara í ræktina daginn eftir og svitna vel til að halda dampi. Slíkt skilaði þó aldrei góðum árangri.
Ofát af hvaða tagi sem er, hvort sem um er að ræða hollan eða óhollan mat, eykur álag á meltingunni, veldur sleni og þyngdaraukningu. Ástæðan fyrir þessum fylgikvillum er í raun einföld stærðfræði þar sem við innbyrðum kaloríur umfram það magn sem líkaminn þarf á að halda.
Til að koma okkur úr vítahring ofáts langar mig að deila með þér hugtakinu ,,mindful eating” eða ,,meðvitað át” en það snýr að því að virkja öll skilningarvit okkar þegar við borðum matinn. Í stað þess að borða á hlaupum, í flýti eða með sjónvarpskjá eða síma fyrir framan okkur erum við í núinu og einbeitum okkur að því hvernig maturinn smakkast, hvernig bragð og áferð hann hefur og hvaða tilfinningar fylgja því að borða.
Ef við erum ekki nægilega meðvituð þegar við borðum nær meltingin ekki sambandi við heilann til þess að segja okkur að við séum södd. Ekki bætir úr þegar við borðum í flýti enda sýna rannsóknir að það tekur meltinguna allt að 20 til 30 mínútur að senda skilaboð til heilans um að við séum raunverulega södd (sjá hér og hér). Með því að nýta okkur meðvitað át getum við notið matarins mun betur auk þess sem við gefum líkamanum tækifæri til að segja okkur hvenær við erum södd.
Hér eru nokkrar leiðir sem þú getur byrjað að nota fyrir meðvitað át:
Meðvitað át er ákveðin hugarvinna sem getur tekið smá tíma að tileinka sér. Vertu þolinmóð/ur ef það reynist erfitt fyrst um sinn því ávinningarnir eru þess virði og með tíma verða þeir eðlislægir þér. Meðvitað át hefur sannarlega hjálpað mér að njóta matarins enn betur, öðlast betri meltingu og borða aðeins þar til ég er södd, en ekki að springa.
Ef greinin vakti athygli þína þá máttu endilega deila henni með vinum á facebook!
Nýlega opnaði ég fyrir skráningar í námskeiðið Frískari og orkumeiri á 30 dögum sem bindur enda á tímaleysi og ,,lélega sjálfstjórn” þegar kemur að breyttu mataræðið. Þar færðu sannreynd skref og einfaldan matseðil að sykurminna og orkuríkara lífi. Jafnframt fer ég betur í jákvætt hugarfar og viðhorf til matar.
Þú getur tryggt þér pláss á ókeypis fyrirlesturinn ,,3 skref að frískari og orkumeiri líkama” til þess að fá uppskriftir og einföld ráð til að auka orkuna sem og nánari upplýsingar um námskeiðið.
Heilsa og hamingja