Það er alltaf gott að muna að mjög fá börn hafa ofnæmi fyrir grænmeti og ávöxtum, að kíwi og jarðaberjum undanskildum. Það er því tilvalið að vera dugleg að bjóða þeim upp á niðurskorið grænmeti og ávexti, t.d. þegar heim er komið eftir leikskóla og langt er að bíða eftir kvöldmatnum. Sem dæmi má nefna niðurskornar gulrætur, blómkál og agúrkur sem börnin munu háma í sig þegar þau koma þreytt heim af leikskóla eða skóla seinnipart dags. Einnig er gott að hafa í huga að ef barn er á leið í veislu og þið vitið að barnið muni fá einhvern sykur er gott ráð að gefa því einn góðan grænmetisdisk fyrir, þá borða þau líklega minna af kökunum og líður þá ekki eins illa af öllum sykrinum.
Höfundur Stefanía Sigurðardóttir