Þar sem heilsufyrirlesturinn Foodloose er næstkomandi fimmtudag, 26.maí fannst mér upplagt að taka viðtal við Dr. Tommy Wood, einum af talsmönnum fyrirlestursins.
Tommy stundaði nám í lífefnafræði við háskólann í Cambridge ásamt læknisgráðu við Oxford Háskóla. Núna er hann að klára doktorsgráðu í lífeðlis- og taugafræði við Háskólann í Osló. Tommy er því afar fróðleiksfús og ég held að viðtalið muni virkilega gagnast þér.
Hvað vakti áhuga þinn á heilsu og vellíðan?
Ég byrjaði sem unglingur að kynna mér heilsuheiminn með það í huga að vera öruggari með líkama minn, eins og margir gera. Síðan þá hefur nálgun mín um hvernig á að ná hámarksheilsu breyst verulega og ég viðurkenni að ég hef oft haft rangt fyrir mér. Mér þykir svo skemmtilegt að við erum alltaf að læra nýja hluti.
Hefur þú alltaf haft áhuga á hreyfingu eða var það eitthvað sem þú lærðir að njóta á síðustu árum?
Sem krakki var ég frekar mikið í kyrrsetu og æfði mig eða hreyfði lítið sem ekkert. Þetta breyttist skömmu áður en ég fór í háskóla og ég byrjaði að róa bát í náminu. Á næstu árum eyddi ég frítíma mínum í að keppa og þjálfa ýmsar íþróttir. Ég elska samveru í hópíþróttum en nýt þess einnig að þjálfa einn til þess að endurspegla og einbeita mér innávið. Mér finnst ekki þurfa að fara í ræktina til að vera heilbrigð/ur. Það mikilvægasta er að hreyfa líkamann, hvernig sem það virkar best fyrir þig.
Hvernig varð ástríðan fyrir heilbrigðum lífsstíl að starfsframa?
Í rúm 15 ár varð ég sífellt áhugasamari á mismunandi þáttum heilsu og hreyfingu og reyndi að læra eins mikið og mögulegt er í frítíma mínum. Þegar ég byrjaði í doktorsnáminu fór ég að blogga um heilsu og skrifa greinar með áherslu á vísindalegar rannsóknir. Um helgar tók ég einnig að mér lífsstílsþjálfun og hélt fyrirlestra.
Með tímanum hef ég kynnst öðrum í þessum geira og fengið að kynnast frábærum einstaklingum til að deila hugmyndum með. Ég er samt sem áður enn doktorsnemi svo ég get ekki kallað það starfsferil ennþá. En það er markmiðið! Fyrir mig, það mikilvægasta er að ég að haldi áfram að lesa, skrifa, læra, og tala til eins margra og mögulegt er. Ég hef tengst mikið af frábærum sérfræðingum um allan heim, og ég tel sannarlega að saman getum við breytt því hvernig samfélagið nálgast lyf og heilsu.
Uppáhalds tilvitnun?
"Ég hef aldrei lært neitt af manni sem var sammála mér." - Dudley Field Malone
Fyrir mér er þetta stöðug áminning að leita og ræða hugmyndir við fólk sem hefur mismunandi sjónarmið. Á sviði heilsu, sérstaklega, eru sjónarmið ótrúlega víðtæk og oft misvísandi. Ég kýs frekar að hugsa að við höfum öll rétt fyrir okkur, við þurfum bara að fá öll púsluspilin að smella saman.
Hvernig æfir þú dagleg?
Ég eyði miklum tíma sitjandi í vinnunni, þannig að ég reyni að sporna við kyrrsetu með því að ganga eins mikið og mögulegt er yfir daginn. Ég lyfti yfirleitt lóðum í ræktinni þrisvar í viku og þegar veðrið batnar í sumar eyði ég meiri tíma í að gera æfingar með eigin líkamsþyngd utandyra.
Hvernig er þinn dæmigerði …
Morgunverður: Kaffi með rjóma. Um helgar fæ ég mér yfirleitt egg með afgöngum heima.
Hádegismatur: Kjöt eða fiskur með salati eða grænmeti.
Snarl: Ég fæ mér ekki mikið snarl lengur, en ég hef oft norska spæjipylsu eða íslenskan harðfisk ef ég svangur.
Kvöldmatur: Á veturna geri ég oft stóra skammta af pottréttum eða súpum. Á sumrin er ég líklegri til að fá mér kjöt eða fisk með salati. Ef ég hef verið að æfa fæ ég mér hrísgrjón eða kartöflur með matnum.
Hver er uppáhalds eftirrétturinn þinn?
Rjómaís. Ég elska líka íslenskar súkkulaði rúsínur.
Hvað er þín kenning varðandi mat og lífsstíl?
Borða alvöru mat og vera góður við sjálfan þig.
Hvað myndir þú ráðleggja okkur að gera til að halda viðhalda heilbrigði og hamingju?
Eyða tíma með vinum og fjölskyldu, læra að elda, hreyfa sig reglulega, og ekki hafa áhyggjur af hlutum sem þú getur ekki stjórnað.
Hvar telur þú áherslan verði í tengslum við lyf og næringu eftir 10 ár?
Með ört vaxandi framboði af upplýsingum um heilsu hvers einstaklingsins held ég að mun meiri áherslu verði á að sérsníða lyf og næringu útfrá okkar eigin genum. Við erum nú þegar byrjuð að getað spáð fyrir hvernig sjúklingur gæti brugðist við ákveðnum lyf og hvernig við getum hagrætt ákveðin næringarefni í matnum okkar byggt á erfðafræði. Fyrir mér er þetta ótrúlega spennandi svæði sem bíður uppá mikla möguleika. Hins vegar er mikilvægt að verða ekki yfirbugaður yfir þeim upplýsingum sem við getum safnað um okkur sjálf. Aftur á móti tel ég að grunnatriðin munu aldrei breytast.
Fyrir góða heilsu þurfum við alltaf að hreyfa okkur, gera það sem okkur þykir þýðingarmikið, borða nóg af mat, stunda kynlíf, lágmarka langvarandi streitu, sofa, fara út og eyða tíma með ástvinum.
Ef þér þótti greinin gagnleg, deildu með á facebook og fylstu svo mér á snapchat: lifdutilfulls þar sem ég og Tommy verðum á foodloose í Hörpunni á fimmtudag!
heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi