Ekki örvænta, því það er margt sem þú getur gert til að halda húðinni stinnri og sléttri. Já, núna hefur þú enga afsökun fyrir því að loka þig inni á sólardögum. Nei kona, út í bikiní og skelltu þér í laugina.
Ef sólbað er á dagskránni þá skaltu ávallt hafa við höndina sólarvörn og það helst 30+. Ótímabær öldrun og djúpar hrukkur eru ekki afturvirkar ef húðin fær enga vörn gegn sterkum geislum sólarinnar. Einnig þarf að eiga á sólarvörn sem er ætluð á andlitið og best er að hún sé líka 30+.
Ef þú ert nú þegar með sólbrúna húð þá má vörnin vera minni.
Það sem skiptir miklu máli ef þú vilt ekki sjá ójöfnur og appelsínuhúð á mjöðmum, rassi eða lærum er að drekka nógu mikið af vatni yfir daginn. Passaðu vel upp á vatnsbúskap líkamans. Einnig er gott að borða gúrku og vatnsmelónu og jafnvel setja saman við vatnið.
Góðir 30 mínútna göngutúrar daglega gera kraftaverk.
Annað vatnsríkt grænmeti og ávextir eru sellerí, salatblöð, tómatar, brokkólí og kál (cabbage).
Reyndu að kaupa lífrænt, en ef það er ekki í boði mundu þá að skola ávexti og grænmeti afar vel.
Brómber og bláber geta aukið á kollagen framleiðslu líkamans en kollagen stuðlar að því að vefir líkamans endurnýjast. Að neyta berja daglega einkum vegna andoxunarefnanna sem þau innihalda er uppáhald húðarinnar.
Og síðast en ekki síst, dökkt súkkulaði. Já, dökkt súkkulaði er stútfullt af andoxunarefnum. Þessi efni geta brotið niður fitu sem má finna í appelsínuhúð og auka virkni fruma í líkamanum. Plús það slær á sykurlöngunina. Samt alls ekki fara að raða í þig of miklu af dökku súkkulaði.