Þetta er áhugaverð spurning sem við fengum senda frá lesanda og mér fannst kjörið að nýta nýja árið í að svara henni enda eru heilsumarkmið eflaust mörgum ofarlega í huga núna. Í janúar fyllast oft líkamsræktarstöðvar af fólki með há markmið sem oft á tíðum fara sér of geyst og gefast fljótlega upp.
Að minnka sykurinn ætti að vera helsta markmið allra enda er sykur einn helsti heilsuspillir okkar tíma og veldur meðal annars þyngdaraukningu, liðverkjum og orkuleysi. Margar rannsóknir hafa sannað að hann sé næstum jafn ávanabindandi og kókaín! Ef slíkt hvetur ekki til að sleppa eða að minnsta kosti minnka sykurinn veit ég ekki hvað! Sykur er að minnsta kosti 14 daga að fara úr líkamanum og því er kjörið að hefja árið á því að losa líkamann alveg við hann í ókeypis sykurlausu áskoruninni.
1. Skrifaðu markmiðin þín niður
Rannsóknir hafa ítrekað sýnt mátt þess að skrifa niður markmiðin. Hversu einfalt er þetta ráð!? Með því að skrifa markmiðin niður ert þú allt að 42-50% líklegri til að ná þeim. Fáðu þér fallega stílabók eða dagbók og njóttu þess að strika markmiðin út á nýju ári.
2. Settu þér mörg lítil og raunhæf markmið
Það á aldrei að hætta að dreyma og auðvitað áttu að setja þér stór markmið. Hafðu bara í huga að hafa þau raunhæf og gefðu þér tíma til að ná þeim. Ef markmið eru of stór eða óraunhæf getur það orðið til þess að við frestum eða verðum vonsvikin með sjálf okkur. Ef markmiðið er stórt, skiptu því þá niður í minni markmið, t.d í stað þess að segja “ég ætla aldrei aftur að drekka gos” segðu frekar “ég ætla að hætta að drekka gos á öllum dögum nema laugardögum”.
3. Skrifaðu markmiðin niður á hvetjandi hátt
Fyrir sum okkar gæti það haft neikvæð áhrif að setja sér markmiðið “ég ætla að sleppa sykri í 14 daga áskorun” á meðan fyrir aðra gæti það verið jákvætt. Þegar þú skrifar markmið þín og segir frá þeim, hafðu þau með jákvæðum skilaboðum. Í dæminu að ofan gætir þú jafnvel viljað íhuga markmiðið “mig langar að borða hreina og holla fæðu í 14 daga” eða “ég set mig í forgang og ætla að borða fæðu sem nærir mig og gefur mér orku í 14 daga”.
4. Minntu þig reglulega á markmiðin þín og af hverju þú ert að vinna eftir þeim
Ástæða þess að mörg okkar byrja vel í upphafi en missa svo dampinn er sá að við einfaldlega höfum gleymt af hverju við settum markmiðin. Þegar við viljum venja líkaman við nýja rútínu eins og að fara í ræktina verðum við að minna okkur stöðugt á það og setja það ef til vill í dagatalið svo við gleymum því ekki.
5. Leitaðu stuðnings við að ná markmiðum þínum
Rannsókn sem gerð var við Háskóla í Hollandi sýnir að þeir sem hafa gott félagsnet og stuðning eru allt að 80% líklegri til þess að ná varanlegum árangri. Segðu fjölskyldunni, samstarfsaðilum og vinum frá markmiðum þínum og biddu um stuðning þeirra, þau gætu jafnvel vilja vera með þér! Fáðu stuðninginn til að byrja árið orkumeiri, léttari og með heilsuna í forgangi með “14 daga sykurlausu áskoruninni” gegn ókeypis skráningu hér og segðu öllum vinum þínum að vera með!
Skrifaðu svo markmiðin niður hjá þegar þegar við byrjum mánudaginn 28.janúar - með því að skrifa niður og fá stuðning getur þú verið viss um að þetta ár byrji vel! ;) Markmið áskorunarinnar er að hver og einn taki sykurleysið eins langt og þau treysta sér til, hvort það sé með því að sleppa sykri alveg eða bæta við einni uppskrift á dag frá mér sem vinnur á sykurlöngununni. Ég er alveg viss um að þú getur þetta!
Heilsa og hamingja