Ég fékk mörg áhugaverð svör til baka, og sá margt sameiginlega með vandamálunum. Það var mikið talað um sykurinn, súkkulaðið, langanir á kvöldin, nart í óhollustu seinni partinn og almennar matarlanganir.
Þetta segir mér í rauninni eitt, og það er að allar þessar matarlanganir eru afleiðing af ójafnvægi í mataræðinu. Líkaminn er að kalla á eitthvað sem vantar, það þarf því að finna út hvað það er og bæta úr, ekki hunsa eða reyna komast í gegnum daginn á hnefanum.
Avókadó er sannkölluð ofurfæða, það er ríkt af K-, B, C vítamíni, kalíum og fólinsýru og inniheldur holla og góða fitu sem gefur þér seddu lengur. Ég finn mikinn mun þegar ég borða ekki avókadó yfir daginn, nartþörfin ríkur upp og ég verð óð í súkkulaði eða eitthvað sætt á kvöldin. Settu það í boostinn, notaðu það í staðinn fyrir smjör, stappaðu því saman við sítrónusafa og salt og borðaðu eða settu það í salatið.
Það sama gerist þegar ég gleymi að borða grænt, líkaminn kallar eftir næringu og sykurpúkinn kemur upp. Með hátt hlutfall af magnesíum, kalki, járni, andoxunarefnum og fleiri vítamínum og steinefnum hjálpar grænt grænmeti (leafy greens) þér að halda líkamanum fullnægðum og matarlöngunum í burtu.
Þegar þér langar í eitthvað nart eða sykur getur líkaminn í rauninni verið að kalla á vökva. Vatn er eitthvað sem gleymist alltof oft og þú getur ruglað vökvaskorti við svengd. Prófaðu því að fá þér stórt vatnsglas áður en þú grípur í kexið eða súkkulaðið. Keyptu þér fallegan vatnsbrúsa sem þú hefur alltaf með þér, þannig eru minni líkur á að þú gleymir að vökva þig.
Ekki sleppa millimálunum, þau eru mikilvæg til þess að halda blóðsykrinum og orkunni í jafnvægi yfir daginn. Sérstaklega þarf að passa að borða eitthvað næringarríkt og hollt seinnipartinn til þess að brúa bilið á milli hádegismats og kvöldmats. Annars erum við orðin eins og hungraðir úlfar um 5 leytið og grípum eitthvað fljótlegt og því miður oft eitthvað óhollt. Fáðu hugmyndir af millimálum hér, en ég er dugleg að pósta matarhugmyndum inná Instagram.
Ég vona að þú prófir þessi skref og athugir hvort þau hjálpi ekki. Ég mun síðan gefa enn fleiri ráð og fara betur yfir allar hindranirnar sem ég fékk sendar til mín í “FiT á 14” áskorun sem hefst núna í lok nóvember.
Þátttakendur fá einnig sendar heimaæfingar, uppskriftir, fróðleik og hvatningu. Það verða einnig glæsilegir vinningar í boði frá adidas, reebok og icepharma, þannig það er til mikils að vinna.
Vonast til að sjá þig.
Heilsukveðja,
Sara Barðdal
ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi