Skemmtilegur fróðleikur um prótein.
Alltaf gaman að fræðast um nýja hluti.
- Mannshár er gert úr próteininu keratín, sem er spírallagað. Þetta prótein er með brennisteinstengi milli atóma og því meira sem er af brennisteinstengjum því krullaðara verður hárið.
- Lífaldur flestra próteina eru 2 dagar eða minna.
- Prótein bera ýmis furðuleg nöfn. T.d. er próteinið Pikachurin sem er sjónhimnuprótein nefnt efir Pokémonfígúrunni Pikachu.
- Bláa próteinið Ranasmurfin er nefnt eftir strumpunum (the Smurfs).
- Án próteinsins albúmíns mundi allur mannslíkaminn bólgna upp.
- Skordýr eru mjög próteinrík. T.d. eru 100 gr af sirloin nautasteik með um 29 gr af próteini og 21 gr af fitu. Hins vegar eru 100 gr af engisprettum með um 20 gr af próteinum og einungis 6 gr fitu. Þess að auki skilar ræktun á skordýrum 10 sinnum minni losun á gróðurhúsalofttegundum en ræktun á nautgripum.
- Skemmdir og vanvirkni í próteinum valda sjúkdómum eins og Alzheimers, Creutzfelt-Jakob sjúkdómsins og krabbameini.
- Prótein eru í öllum frumum líkamans. Það væri ekki líf án próteina. Það er aðeins vatn sem er meira af í mannslíkamnum en prótein. Prótein eru í flestum tilfellum um 18-20% af þyngd mannslíkamns.
- Þó að mannakjöt sé mjög próteinríkt þá var það ekki vegna næringargildis þess eða hungurs sem mannát var stundað, það var meira táknræn athöfn í trúarathöfnum.
- Prótein í sæði karlmanna örvar heila kvennmanna til eggloss.
- Prótein sem finnst í matvælum geta valdið ofnæmi eða óþoli. Það er bygging próteinanna sem kveikir á ofnæmiskerfinu. T.d. eru margir sem eru með ofnæmi fyrir glúteni sem er aðalpróteinið í hveiti (og veldur því að hveitibrauð hefast vel við bakstur).
Fróðleikur af síðu nlfi.is