Hin fallega skínandi appelsínugula súperstjarna rótargrænmetis er eitthvað sem ætti að vera reglulega í matinn.
En afhverju eru sætar kartöflur svona góðar fyrir þig?
Það var farið ofan í málið og þessar 10 ástæður ættu að vera nóg sönnun þess að sætar kartöflur eru hollar.
1. Þær styrkja þig.
Sætar kartöflur eru ríkar af B6 vítamíni en það vítamín er afar gott fyrir góða hjartaheilsu.
2. Þær eru stútfullar af C-vítamíni
Þessi appelsínuguli litur á sætum kartöflum er ekki bara fallegur, heldur er hann að sýna þér að kartaflan er stútfull af C-vítamíni. Þetta tiltekna vítamín styrkir ónæmiskerfið, bein og tennur, styrkir meltinguna og blóðfrumurnar okkar. Einnig framleiðir C-vítamín Kollagen sem styrkir húðina.
3. Styrkja beinin
Já, þetta er ekki beint það sem þú hugsar þegar þú borðar kartöflur. En sætar kartöflur innihalda D-vítamín. En það er næringarefni sem aðstoðar við að styrkja og byggja sterk bein, styrkir hjartað, taugar, húðina og tennur. Einnig er D-vítamín gott fyrir skjaldkirtilinn. 100 grömm af sætum kartöflum inniheldur 33mg af kalki, en kalk og D-vítamín vinna vel saman þegar kemur að góðri heilsu beina.
4. Eflir ónæmiskerfið
Uppspretta af hæglosandi kolvetnum, þá eru sætar kartöflur afar góðar í að passa upp á að við séum ekki orkulaus yfir daginn. Einnig innihalda sætar kartöflur járn. Járn er okkur nauðsynlegt upp á orku líkamans. Járn spilar líka mikilvægt hlutverk fyrir líkamann, einnig hvítu og rauðu blóðkornin og framleiðslu fruma.
5. Dragðu úr stressinu
Sætar kartöflur eru ríkar af magnesínum. En eins og flestir vita í dag að þá er magnesíum afar gott steinefni fyrir líkamann. Það dregur úr stressi, og það er einnig nauðsynlegt fyrir blóðið, beinin,hjartað, vöðva og taugavirkni.
6. Styrkir hjarta og nýrun
Í sætum kartöflum má finna kalíum, nauðsynlegt efni sem passar upp á reglulegan hjartslátt. Einnig er kalíum gott fyrir blóðþrýstinginn og það slakar á vöðvakrömpum. Kalíum ver einnig nýrun.
7. Þær hækka ekki blóðsykurinn
Ólíkt kolvetnum í hvítu brauði, pasta, sælgæti og öðrum sætindum þá hækka sætar kartöflur ekki blóðsykurinn. Hægt og rólega þá losa þær náttúrulegan sykurinn í blóðið. Þetta gerir það að verkum að þú finnur sjaldnar fyrir þreytu yfir daginn eða óþæginlegri hungur tilfinningu.
8. Þær eru stútfullar af andoxunarefnum
Appelsínuguli liturinn í sætum kartöflum er ríkur af carotenoids, en það er tegund af andoxunarefni sem vinnur með A-vítamíni. A-vítamín er nauðsynlegt fyrir augun, ónæmiskerfið og það vinnur gegn ótímabærri öldrun.
9. Það má neyta þeirra á marga vegu
Afar einfaldar að elda og hægt að elda þær á svo marga vegu. Það má steikja þær, stappa þær, baka þær eða grilla. Bættu sætum kartöflum í súpuna, salatið og jafnvel í eftirréttinn. Sama hvernig þú eldar þær þá er alltaf mjög gott að nota góða olíu með sætum kartöflum.
10. Þær vinna gegn bólgum
Efni sem heitir Anthocyanin í sætum kartöflum er afar gott til að vinna gegn bólgum í líkamanum.
Lestu frekari upplýsingar um sætar kartöflur á Foodmatters.com
Heimild: foodmatters.com