Allt sem þú þarft er blandari, uppáhalds ávextina þína og dökkgrænt grænmeti, 10 mínútur í eldhúsinu daglega og þú ert komin með það hollasta sem þú getur látið ofan í þig strax á morgnana.
Allt sem þú þarft er blandari, uppáhalds ávextina þína og dökkgrænt grænmeti, 10 mínútur í eldhúsinu daglega og þú ert komin með það hollasta sem þú getur látið ofan í þig strax á morgnana.
Grænir drykkir eru hollasti skyndibitinn.
Við á Heilsutorgi munum birta eina uppskrift af grænum drykk á dag í 30 daga. Þetta eru allt drykkir sem er afar einfalt að búa til og þeir bragðast dásamlega.
Á meðan á áskoruninni stendur þá skaltu borða hollar máltíðir og hreyfa þig daglega.
Þú munt finna breytingu líkamlega og andlega. Í grænum drykkjum er mikið magn af vítamínum og steinefnum sem eru nauðsynleg fyrir alla.
Taktu þátt, það er gott fyrir þína heilsu.
Fyrsta uppskrift kemur inn á vefinn föstudaginn 14.ágúst.
Kveðja frá teymi Heilsutorgs