Hinsvegar er hægt að hægja á öldrun með því að hugsa vel um sig, borða réttan mat og hreyfa sig daglega.
Hún er full af einómettuðum fitusýrum og Omega-3. Skammtur af ólífuolíu á dag gefur þér hollu fitusýrurnar sem þú þarft daglega. Taktu matskeið af góðri ólífuolíu daglega með lýsinu.
Hinsvegar ef þú eldar í ólífuolíu þá breytir það henni í mettaða fitu. Og það viljum við ekki.
Ólífuolían er einnig rík af polyphenols sem er mjög virkt andoxunarefni.
AB Jógúrt er fullur af próteini og kalki. Hann hjálpar til við uppbyggingu vöðva og gefur þér einnig milljónir af heilbrigðum bakteríum í magann. Þessar bakteríur hjálpa líkamanum að brjóta niður matinn sem við borðum og stuðlar að heilbrigðum hægðum (ásamt trefjaríku mataræði).
Vertu viss umm að borða að minnstakosti eitt ef ekki tvö AB jógúrt á dag.
Brokkólí er stútfullt af C-vítamíni og afar góðum trefjum. Einnig er brokkólí ríkt af carotene og selenium. Þessi bætiefni vinna gegn ótímabærri öldrun.
Hafðu brokkolí í matinn a.m.k 3svar í viku.
Dökkt súkkulaði með háa prósentu af cocoa getur verið afar gott fyrir heilsuna. Það inniheldur steinefni eins og járn, kopar, magnesíum, manganese, kalíum, phosphorus, zink og selenium. Einnig er dökkt súkkulaði hlaðið af afar góðu andoxunarefni.
Heimild: tribune.com.pk