Matur fyrir hárið.
Leyndarmálið á bak við þykkt, sterkt og glansandi hár eru ekki rándýrar hárvörur eins og t.d sjampó eða dýrar meðferðir á hárgreiðslustofum. Þetta er allt í mataræðinu þínu. Að borða fjölbreyttan hollan mat gefur hárinu þá næringu sem það þarf.
Járn og Zink.
Þetta tvennt hjálpar hárinu til að þykkjast og verða þéttara frá rótum. Ef þú vilt ekki taka Járn eða Zink í töfluformi að þá má borða kjöt tvisvar í viku og gott meðlæti eru t.d sojabaunir og einnig eru appelsínur ríkar í C-vítamíni og það hjálpar blóðinu að vinna vel úr járninu.
D-vítamín.
Rannsóknir hafa sýnt að D-vítamín geti hjálpað til við hárvöxt. En málið er að D-vítamín er ekki í það mikið af mat. Og þó þú sitir í sólinni í smá tíma daglega þá er það ekki nóg.
Omega 3 fitusýrur.
Borðaðu feitan fisk, eins og lax tvisvar í viku til að halda góðum raka í hárinu. Einnig getur þú tekið um eitt gramm af DHA og EPA bætiefnum. Einnig eins og allir eiga að vita að þá er Omega 3 afar gott við þunglyndi og gott fyrir hjartað.
Biotin.
Egg eru rík af þessu B-vítamíni sem er mikilvægt fyrir hárvöxt. Einnig eru egg full af próteini og D-vítamíni.
Fleira um góðan hárvöxt má finna á health.com