Koffín er örvandi.
Það er í raun ein af aðalástæðunum fyrir því hversu vel við kunnum að meta það… koffínið veldur smá orkuspýtingu og hjálpar okkur að halda vöku okkar þegar við erum þreytt.
En ef við drekkum kaffi seint á daginn, getum við lent í vandræðum með svefninn, en lélegur svefn getur valdið alls kyns vandamálum (3, 4).
Af þessari ástæðu skiptir miklu að drekka ekki kaffi mjög seint að deginum. Ef þú þarft, skaltu velja þér koffínlaust eða tebolla í staðinn, en te inniheldur mun minna koffín en kaffi.
Kaffibindindi frá ca 14-15 á daginn er ágætis regla, en fer þó eftir því hvenær þú ferð að sofa og hversu viðkvæmur þú ert fyrir koffíni.
Það er einfalt að breyta kaffi í eitthvað sem er algjörlega óhæft til mannlegrar neyslu.
Besta leiðin til þess er að setja gommu af sykri í kaffið, sem er án alls vafa eitt það allra versta í nútímafæði.
Sykur, aðallega vegna þess hve mikið af frúktósa hann inniheldur, getur valdið alls konar alvarlegum sjúkdómum eins og offitu og sykursýki (5, 6).
Alveg eins og með allan annan mat þá geta gæði vörunnar verið mjög misjöfn og fara að miklu leyti eftir því hvernig varan var búin til og unnin.
Kaffibaunir eru oft úðaðar talsvert með ýmsum gerðum skordýraeiturs sem var aldrei ætlað manninum til neyslu.
Þess vegna mæli ég með að þú veljir lífrænt kaffi þegar þú getur.
Það gæti litið út fyrir að vera góð hugmynd að setja gervisætu í kaffið í stað sykurs, þar sem gervisætan er hitaeiningalaus.
En staðreyndirnar tala sínu máli.
Fjöldi faraldsfræðilegra rannsókna tengja gervisætuefni við alls kyns heilsufarsleg vandamál (7, 8).
Vegna þessa skaltu ekki setja gervisætu í kaffið þitt.
Stevía er náttúrulegur valkostur, en í rauninni er ósætt kaffi frábært á bragðið, þú þarft bara að gefa þér smátíma til að venjast því.
Kanill er bragðgóð jurt sem passar frábærlega með kaffibragðinu.
Rannsóknir sýna að kanill getur lækkað glúkósa í blóði, kólesteról og þríglýseríð hjá sykursjúkum (9).
Ef þú þarfnast einhvers bragðs, prófaðu þá að bæta smá kanil í kaffið. Það er ótrúlega gott.
Gervi- lágfiturjómarnir sem þú gætir rekist á eru yfirleitt mikið unnir og fullir af ónáttúrulegum, slæmum efnum.
Sykur og transfitur eru líklegir sökudólgar, sem og aðrir.
Ég mæli með að þú forðist þetta eins og pláguna.
Í stað þess mæli ég með að þú notir óunnar, fituríkari mjólkurafurðir (eins og nýmjólk eða rjóma).
Rannsóknir sýna að fituríkar mjólkurafurðir tengjast í raun minni líkum á offitu (10).
Kakó er uppfullt af andoxunarefnum og tengist allavegana jákvæðum heilsuáhrifum, þar á meðal minni líkum á hjartasjúkdómum (11).
Uppáhellt kaffi getur innihaldið slæm efni sem nefnast terpenar, en þau geta hækkað kólesteról í blóði.
Hins vegar er einfalt að losa sig við þau… notaðu bara pappírsfilter.
Að hella upp á kaffi með pappírsfilteri fjarlægir þessi terpena efni, en hleypir kaffinu og andoxunarefnunum góðu í gegn (12).
Áður fyrr setti ég gommu af bæði mjólk og sykri í kaffið mitt. Ojbara…
Nú er það svart og sykurlaust, lífrænt og helli upp á með pappírsfilteri.
Það er betra þannig… miklu betra, en getur tekið smá tíma að venjast því.
Þessi grein birtist upphaflega á AuthorityNutrition.com.
Tengt efni: