1. Hver aðili ber ábyrgð á sinni heilsu en foreldrar bera ábyrgð á heilbrigðisuppeldi barna sinna. Hvað keypt er í matinn er val og mælt er með því að fólk lesi vel á innihaldslýsingar við matarinnkaup og velji hollt hráefni. Ýmislegt kemur á óvart t.d. hvað sykur hefur mörg heiti og er í ólíklegustu matvælum (57 nöfn á sykri má finna hér).
2. Elda matinn oftast sjálf frá grunni svo þú getir stjórnað hvaða hráefni er notað. Til dæmis nota jurtakrydd í stað salts, notað góða fitugjafa og minnka sykurnotkun. Það getur einnig verið skemmtilegt fjölskylduverkefni að skipuleggja matseðil vikunnar og fara eftir árstíðum (t.d. úr skólagörðum eða beint frá býli). Sjálfsagt er að fjölskyldumeðlimir skipti með sér verkum þar sem börnin venjast við að hjálpa við eldamennskuna og læra að hafa gaman af því að matbúa hollt fæði.
3. Drekka vatn. Þeir sem vilja fá sér safa ættu að velja ekta ávaxtasafa (t.d. nota ávaxtapressu) eða kaupa hreinan safa. Ráðlagt er að takmarka gosdrykki en þitt er valið.
4. Borða daglega morgunmat og reglulega yfir daginn. Velja fæðu úr öllum fæðuflokkum (samkvæmt þörfum, sjá leiðbeiningar um næringu og mataræði)
5. Athuga að skammtastærðir séu við hæfi. Matardiskar hafa farið stækkandi gegnum árin sem getur verið villandi. Miða við að brenna því sem þú borðar til að forðast að aukakíló safnist á líkamann.
6. Velja hollt hráefni, t.d. feitan fisk og kjöt af grasbítum til að auka neyslu Omega-3 fitusýra (vinnur gegn bólgum) í stað kjöts sem alið hefur verið á korni og gerir vöðva þeirra ríkari af Omega-6 fitusýrum (bólguhvetjandi). Nota óunna fitugjafa beint úr fæðunni (t.d. Látrpera/avókadó á brauðið og strá valhnetum yfir salatið).
7. Velja heilsusamlegar matreiðsluaðferðir (t.d. gufusjóða fisk, setja kjúklingabringu í mínútugrill eða ofnbaka í stað þess að nota djúpsteikningu.
8. Borða saman í rólegheitum til að auka samveru og njóta þess að matast (hvíla t.d. sjónvarp, síma og tölvur á meðan). Fjölskyldumeðlimir virða þann tíma sem ætlaður er til aðalmáltíðar dagsins sem styrkir fjölskyldutengsl.
Heimild: heil.is