Einnig getur löngun í salt verið útaf undirliggjandi sjúkdómum, sem sumir geta verið alvarlegri en aðrir.
Líkaminn er rúmlega 60% vatn. Salt er eitt þeirra efna sem hjálpa líkamanum að viðhalda réttu jafnvægi á vökva.
Þú þarft að neyta um eina teskeið af salti á dag til að viðhalda heilbrigðu magni salts í líkamanum. Mest af þessu salti færð þú með því að borða mat sem er saltaður. En að borða of mikið af salti getur leitt til þess að blóðþrýstingur verður of hár.
Þú finnur fyrir löngun í salt þegar þú ert að skera niður saltaðan mat úr mataræðinu þínu heilsunnar vegna. En þetta er vegna þess að líkaminn þinn er vanur að fá sinn salt skammt daglega og þegar líkaminn verður var við skort á salti þá kemur upp þessi löngun. Þetta tekur smá tíma og þolinmæði en á endanum þá hættir þessi löngun í saltaðan mat að gera vart við sig.
Náttúrulegt salt inniheldur mikið af steinefnum sem finnast ekki í hinu hefðbundna borðsalti. Ef þig langar í eitthvað saltað og ert ekki með neinn undirliggjandi sjúkdóm þá eru salt langanir þínar ekki vegna steinefnaskorts.
Að fá sér saltaðan mat leysir þessa löngun í smá tíma en um leið og líkaminn vill meira salt þá koma þessar langanir aftur og líkaminn nær ekki að nýta steinefnin sem að saltaði maturinn ætti að innihalda.
Þegar við svitnum þá tapar líkaminn salti.
Ef þú hefur sterka löngun í salt eftir æfingu eða á heitum sumardögum þá hefur líkaminn að öllum líkindum tapað slatta af steinefnum. Gott er að fá sér steinefnaríkan drykk til að bæta upp þetta tap. Alls ekki tapa þér í eitthvað saltað eins og franskar kartöflur eða álíka.
Löngun í salt getur verið ástæða fyrir alvarlegum undirliggjandi sjúkdóm. Löngun í salt er oft tengd við nýrnasjúkdóma eins og Addison sjúkdóminn og Adrenal Cortex sjúkdóminn. Aðrar ástæður geta verið tengdar við skjaldkirtilssjúkdóm.
Ef þú hefur áhyggjur af því að þú sækir of mikið í salt skaltu leita læknis. Hann tekur blóðprufur og þvagprufu og ef eitthvað er að hjá þér líkamlega þá mun læknir greina það.
Mundu bara að bíða ekki með það.
Að hafa löngun í salt getur auðveldlega leitt til ofneyslu á salti
Á meðan líkaminn þarf aðeins lítið af salti daglega til að virka rétt þá verður að passa að borða ekki of mikið salt. Of mikil neysla salts getur leitt til svima, mikils þorsta og munnþurrks.
Og ef þú borðar of mikið af salti yfir langan tíma þá ertu að hækka blóðþrýstinginn hjá þér upp úr öllu valdi og eykur á áhættuna á að fá hjartaáfall.
Heimild: fitday.com