Finnst þér t.d bananar of oft enda í ruslinu því þú heldur að þeir séu búnir að syngja sitt síðasta?
Eða skerðu niður epli handa barnabarninu og stór hluti af því verður „brúnn“ og endar í ruslinu.
Spáðu í þessu, ef þér finnast ávextir vera komnir á síðasta neysludag, fjarlægðu þá af þeim hýðið og skerðu þá í bita og frystu.
Passaðu að setja ávextina í sér poka eftir tegund.
Þessir ávextir eru nefnilega alveg svakalega fínir að nota í boost. Hvort sem það eru bananar, epli, melónur, mangó, perur eða berin.
Það er sóun að henda þeim.
Gott sparnaðarráð frá Heilsutorgi.