Einnig getur hveitikím haft jákvæð áhrif á geðheilsuna, þroska vöðva og það hjálpar þér í baráttunni við aukakílóin.
Næringarefnin í hveitikím geta einnig verið hjálpsöm þegar kemur að meltingunni og komið í veg fyrir skemmdir á slagæðum.
Hveiti er dæmi um mat þar borða má alla hluta af því en hveitikímið er hollasti hlutinn og inniheldur mest af næringarefnunum.
Hveitikjarninn samanstendur af skelinni sem er utan um (wheat bran) og hlutanum sem notaður er til að búa til hveitið og svo er það hveitikímið, en það er hlutinn sem fjölgar sér, sem sagt þú sáir hveitikími til að rækta hveiti.
Hveitikím má nota í eftirrétti og einnig í boost eða smoothies. Það er einnig afar gott að skipta út hveiti fyrir hveitikím í mörgum uppskriftum og þar með ertu búin að gera uppskriftina afar holla.
Næringargildi hveitikíms
Þó svo hveitikím sé lítið þá er næringargildi þess alveg meiriháttar mikið.
Hveitikím er stútfullt af trefjum, það fyllir þig vel af orku, það inniheldur prótein og flókin kolvetni sem vinna með líkamanum á margan hátt.
Mikilvæg vítamín sem ætti að neyta daglega er einnig að finna í hveitikími, vítamín eins og folate, E-vítamín, B (Niacin Thiamin) og B6.
Einnig er hveitikím ríkt af kalíum, járni, zinki, kalki og selenium og omega-3.
Áhrif hveitikíms á heilsuna
Ónæmiskerfið: Með því að bæta hveitikími í mataræðið ertu að bæta og styrkja ónæmiskerfið. Og þegar ónæmiskerfið er öflugt þá á það auðveldara með að berjast gegn hinum ýmsu sjúkdómum eins og t.d hjartasjúkdómum og krabbameini.
Hjartaheilsa: Rannsóknir hafa sýnt að ef hveitikím er borðað reglulega þá getur það dregið úr áhættunni á hjartasjúkdómum og styrkt hjarta og æðakerfið.
Vörn gegn krabbameini: Að bæta hveitikím í mataræðið getur dregið úr áhættunni á mörgum tegundum af krabbameini.
Dregur úr öldrunaráhrifum: Hveitikím er svo pakkað af næringarefnum og vítamínum að það getur haft mikil og góð áhrif á að hægja aðeins á öldruninni. Húðin græðir á þessu og hveitikím getur líka dregið úr hárlosi.
Frammistaða í íþróttum: Hveitikím eykur á úthaldið og frammistöðu ef þú neytir þess reglulega. Hveitikím fyllir líkamann af orku sem endist.
Heilbrigðir vöðvar: Besta prótein sem þú getur fengið úr mat er úr hveitikími. Prótein stuðlar að heilbrigðum og sterkum vöðvum og þú finnur síður fyrir vöðvakrömpum.
Meðganga: Hveitikím er hlaðið fólín sýru sem er mjög mikilvæg fyrir konur á meðgöngu. Konur sem eru með eðlilegt magn af fólín sýru í líkamanum á meðgöngu draga verulega úr því að eitthvað fari úrskeiðis á meðgöngunni.
Þeir sem eru með glútenofnæmi ættu ekki að neyta hveitikíms.
Heimild: organicfacts.net