Ágætt er að miða við að drekka að minsta kosti 3-4 glös af vatni á dag, en magnið fer auðvitað eftir því hversu mikið er drukkið af öðrum drykkjum og hversu vel fólk nærist,“ segir Óla Kallý Magnúsdóttir, næringarfræðingur hjá Heilsuborg.
Óla Kallý segir að áfengi og lyf geti haft áhrif á upptöku næringarefna úr fæðunni. „Áfengi er hitaeiningaríkt en næringarsnautt orkuefni og fellur því ekki undir næringaríka matinn sem mælt er með fyrir aldraða.
Sá næringarskortur sem mest er tengdur áfengi er B-vítamínskortur. Áfengi veldur auknu álagi á lifur og getur því truflað úrvinnslu ýmissa efna, ekki síst ef álag á lifur er töluvert fyrir vegna lyfja sem taka þarf við hinum ýmsu sjúkdómum. Skynsamlegt er að stilla áfengisneyslu í hóf en það gildir jú alla ævina,“ segir Óla Kallý. Hún segir að ýmis lyf geti sömuleiðis haft áhrif á næringarupptökuna.
Grein af vef lifdununa.is