Síðastliðinn fimmtudag þann 24. september kom út bókin Himneskt - að njóta eftir mæðgurnar Sollu Eiríks og Hildi, sem halda úti vefsíðunni www.mæðgurnar.is. Himneskt gefur út.
Bókin er tvískipt og í fyrrihlutanum má finna fjölbreyttar uppskriftir fyrir allar máltíðir hversdagsins, sem og hátíðleg tilefni. Kaflarnir heita Árbítur, Að heiman, Skálin, Samverustund og Til hátíðabrigða.
Seinnihlutinn er tileinkaður árstíðunum og fær hver árstíð sinn kafla. Þar fjalla mæðgurnar um ýmis árstíðabundin verkefni, gefa uppskriftir sem eiga sérstaklega vel við á ákveðnum tímum árs og innblástur í átt að grænum og umhverfisvænum lífsstíl.
Í þessari fallegu bók, Himneskt – að njóta, deilum við með ykkur uppáhalds uppskriftunum okkar. Árbítur, nesti, fjölskyldumáltíðir, veisluréttir og dásamlegir desertar eru meðal þess sem finna má í bókinni, ásamt girnilegum árstíðabundum uppskriftum og fróðleik um umhverfisvænan lífsstíl.
Von okkar er að veita lesendum innblástur til fless að matreiða hollan mat frá grunni og gefa sér tíma til að njóta.
Til hamingju mæðgur með þessa flottu bók.