Veistu, þú stórgræðir á því að neyta matar sem er pakkaður af andoxunarefnum.
Höfundur bókarinnar The O2 Diet, grenningarsérfræðingurinn Keri Glassman segir að það sé afar öflugt að borða fæði sem að inniheldur mikið af andoxunarefnum.
“Þegar það kemur að því að borða hollt og léttast þá höfum við verið að einblína á ranga röð af númerum” segir Keri Glassman. Núna í júnímánuði kom bók hennar út, The O2 Diet sem er byggð á því að borða mat sem er mjög ríkur af andoxunarefnum. Á þetta mataræði að hraða því að þú léttist, lítir afar vel út og ert full af orku, og heilastarfsemin er upp á sitt besta.
Áætlun Glassman er byggð á svo kölluðu ORAC scale – sem eru vísindin á bakvið andoxunarefni í mat. (ORAC stendur fyrir oxygen radical absorbance capacity).
Með því að einblína á ORAC stig þá getur þú sagt bless við að telja kaloríur. Þú borðar bara hollan mat og passar upp á skammtastærðir og þannig fara aukakílóin að hrynja af þér.
Í bók sinni útskýrir Glassman hvernig ákveðnir ORAC ávextir og grænmeti hafa sérstakan kraft. Og ef þú hleður þig upp af þessum andoxunar súperstjörnum í hvert sinn sem þú verslar í matinn þá ertu á réttri leið með mataræðið.
Hún kallar þessa aðferð O2 diet og vill meina að þú getir losa þig við 1 til 1,5 kg á viku. Og í stað þess að einbeita þér að kílóum, þá einbeitir þú þér að ORAC stigum.
Ætiþistlar – þeir eru bara 60 kaloríur og einnig innihalda þeir phytochemicals sem að geta haft stjórn á kólestrólinu.
Sítrónuvatn – Í sítrónuberki er efni sem heitir pectin en það eru trefjar sem hafa sýnt fram á þyngdartap. Bættu sítrónu og berkinum í öll þau glös af vatni sem þú drekkur yfir daginn.
Rauður greipávöxtur – í einni rannsókn kom í ljós að fólk sem borðaði hálft greip með hverri máltíð missti að meðaltali 3,5kg á 12 vikum. Rauður greipávöxtur inniheldur meira af andoxunarefnum en þessi guli.
Húðin þarf sína næringu
Þó svo það sé ekki til neitt mataræði sem að getur breytt því að við eldumst að þá er ansi margt sem hægt er að borða til að hægja á þessari þróun.
Fíkjur – að borða lófafylli af fíkjum eykur á andoxunarefnin í blóðinu í fjórar klukkustundir, en það er mun lengur en annar matur gerir.
Rauð paprika – hin einstaka blanda af A, C og E-vítamínum í rauðri papriku gera hana að súperfæði fyrir húðina.
Vatnsmelóna – hún er rík af lycopene og ver þannig húðina okkar gegn sólbruna. (þú þarft samt að nota sólarvörn).
Sum andoxunarefni hafa sýnt góða virkni gegn krabbameini, þau styrkja ónæmiskerfið og styrkja beinin.
Sveskjur – þessa krumpuðu litlu dásemdir eru ríkar af K-vítamíni og steinefni sem heitir boron. Boron styrkir beinin.
Ungar konur eru oft ekki mikið að hugsa um hjartasjúkdóma. En þannig hugsunarháttur getur verið hættulegur. Það sem þú lætur þér til munns í dag getur komið í veg fyrir alvarlega hjartasjúkdóma seinna á lífsleiðinni.
Kirsuber – vísindamenn við University í Michigan hafa fundið út að anthocyanins í dökkum kirsuberjum hefur áhrif á magafitu, lækkar kólestrólið og blóðsykurinn.
Dökkt súkkulaði – það er ríkt af flavonoids. Súkkulaði getur haft góð áhrif á hjartað og þá erum við bara að tala um dökkt súkkulaði. T.d 70%.
Efldu heilann
Taugar og fleira í heilanum vex og endurbætir sig allt þitt líf. Borðaðu rétt fæði til að hafa hausinn í lagi. Mælt er með fisk því hann inniheldur omega-3 fitusýrur.
Bláber – þau styrkja minnið og eru róandi.
Kanill – vísindamenn vilja meina að kanill sé afar góður fyrir alzheimersjúklinga. Hann á að styrkja frumurnar í heilanum.
Plómur – sætar og safaríkar. Þær geta dregið úr kvíða og þunglyndi.
Heimild: womanshealthmag.com