Til að auka á næringu í mataræði hjá börnum í prógrammi sem kallað er WIC, “The special supplement nutrition program for Women, Infants and Children” var meiri peningum eytt í ferska ávexti og grænmeti og minna eytt í ávaxtasafa og djús. Þetta gekk yfir alla sem eru í þessu prógrammi.
Þó svo enginn sé á móti því að börn drekki ávaxtasafa að þá voru næringafræðingar sem standa á bakvið WIC prógrammið áhyggjufullir að ávaxtadrykkir með of mikið af kaloríum væru hluti af offitu vandamálinu.
Í stað safans fengu börnin safa sem var afar ríkur af trefjum og úr ferskum ávöxtum.
Með þessu hækkuðu næringafræðingarnir það magn ávaxta sem að börnin voru að borða.
Því miður þá var ekki sama að segja með grænmetið samkvæmt rannsókninni.
Hins vegar er afar einföld lausn til að auka það að börn borði meira grænmeti samkvæmt Sandy Procter, aðstoðar professor við University í Kansas, en hún vann að þessari rannsókn.
Hún sagði að þetta með að mæla með 5 á dag af grænmeti og ávöxtum ætti ekki að verða að byrði fyrir börnin. Ef að grænmeti er sleppt úr í hádegisverði þá er erfitt að reyna að ná 5 á dag.
Lausnin?
Hún mælir með að foreldrar einbeiti sér að því að auka á grænmeti barna sinna í nestinu og þar með er verið að auka á grænmetisneyslu barna.
Hérna eru nokkur ráð til að auka grænmetisneyslu barna:
Vertu viss um að grænmetið sé aðlaðandi, skemmtilega framsett og þá verða börnin forvitin að smakka.
Það er líka afar mikilvægt að byrja snemma að kynna grænmeti fyrir börnum.
Ef þú ert með ung börn, ekki neyða þau til að smakka, heldur kynntu þau fyrir úrvalinu sem til er. Leyfðu þeim svo að velja sér það sem þeim langar að prufa.
Það á eftir að koma þér á óvart hvað þau velja og hvað þeim á eftir að líka best.
Heimild: mnn.com