Hráefni:
1 meðal stórt epli
1 bolli af brómberjum
¼ bolli af möndlum
Takið hráefnin og skolið af berjunum og eplinu.
Skerið eplið í tvennt og hreinsið innan úr því og skerið það svo allt í meðal stóra bita.
Blandið svo öllu hráefninu saman í skál og salatið er tilbúið.
Það má bæta höfrum og jógúrt saman við, en auðvitað er það bara smekksatriði.
Njótið vel.
Uppskrift tekin af healthaliciousness.com