Ég er að tala um hafragrautinn góða.
Þegar kuldann sækir að, það er allt á kafi í snjó er tími á að grípa í pakka af góðum höfrum.
Hafrar eru heilkorn og þú færð góðan skammt af trefjum og próteini og seðjar hungrið með aðeins einni skál.
Einnig má nefna að hafrar innihalda öflugt efni sem heitir beta-glucan. Rannsóknir hafa sýnt að 3 grömm á dag af þessu efni getur dregið verulega úr slæma kólestólinu.
Svo er líka rosalega gott að bæta góðgæti, hollu auðvitað, saman við hafragrautinn. Má nefna sem dæmi, banana, jarðaber og bláber. Einnig er gott að bæta við möndlusmjöri og chia fræjum og það má skella matskeið af kókósolíu í grautinn.
Skelltu í góðan hafragraut á köldum morgni og maginn helst fyllri lengur og þú þarft ekkert nart á milli mála.
Mundu eftir #heilsutorg