Þessi pizzasósa er bæði einföld, fljótleg og virkilega góð. Það er í rauninni algjör óþarfi að kaupa tilbúnar sósur þegar fyrirhöfnin við að gera sína eigin er svo lítil sem raun ber vitni. Afganginn af sósunni má alltaf geyma í ískápnum í nokkra daga.
Hér er fljótleg og einföld uppskrift af pizzasósu frá minitalia.is
Þessi pizzasósa er bæði einföld, fljótleg og virkilega góð. Það er í rauninni algjör óþarfi að kaupa tilbúnar sósur þegar fyrirhöfnin við að gera sína eigin er svo lítil sem raun ber vitni. Afganginn af sósunni má alltaf geyma í ískápnum í nokkra daga.
Hráefni:
1) 3 msk ólífuolía 2) 1-2 hvítlauksgeirar 3) hálf lúka af ferskri basilíku 4) 1 dós af tómötum frá góðum framleiðanda, t.d. Cirio eða Del Cecco 5) Salt 6) Pipar
Aðferð:
1) Hitið ólífuolíuna á pönnu 2) hitið fínt saxaðan hvítlaukinn við vægan hita. 3) Rífið basilíkublöðin niður með höndunum og bætið þeim á pönnuna ásamt tómötunum. 3) Látið þetta malla við meðalhita í u.þ.b. 5 mínútur. 4) Maukið sósuna í matvinnsluvél eða notið töfrasprota en við það verður sósan svo falleg og silkimjúk. 5) Saltið og piprið eftir smekk. 6) Leggið sósuna til hliðar og leyfið sósunni að kólna.