Næsti kafli í lífi mínu...
Hráfæðiskóli!
Ég mun halda áfram að skrifa þér frá sólríku Venice, Kaliforníu þar sem ég mun flytja í mánuð og fara í matreiðsluskóla hjá Matthew Kenney, en þar verð ég daglega að bralla í eldhúsinu og að drekka kókosvatn á ströndinni.
Næsti kafli í lífi mínu...
Hráfæðiskóli!
Ég mun halda áfram að skrifa þér frá sólríku Venice, Kaliforníu þar sem ég mun flytja í mánuð og fara í matreiðsluskóla hjá Matthew Kenney, en þar verð ég daglega að bralla í eldhúsinu og að drekka kókosvatn á ströndinni.
Ég hlakka svo til að koma aftur og deila með þér því sem ég lærði í fréttabréfum og með námskeiði á Gló.
Næstu vikur tek ég skemmtileg viðtöl við skemmtilega aðila í heilsugeiranum sem ég deili með þér!
Ég býð þér að fylgjast með mér á facebook, instagram og snapchat: lifdutilfulls þar sem ég deili með þér lífinu í LA!
Eitt það helsta sem ég er spurð að þegar kemur að því að viðhalda heilbrigði er; hvernig er best að flýta fyrir og hagræða vikunni?
Mér datt þá í hug að deila með þér hvað ég geri og ég vona að þú munir nýta þér næstu vikurnar, hér eru nokkur ráð að því hvað ég geri vikulega til að flýta fyrir eldamennskunni og halda hollustunni gangandi.
Hvernig getur þú flýtt fyrir og haldið þér á planinu með Lifðu til fulls lífsstílnum þegar þú átt annríkt?
Nýta sunnudaga í undirbúning.
- Ef þú fylgist með mér á snapchat veistu að ég tek alltaf klukkustund eða svo fyrir undirbúning. Þetta bjargar mér algjörlega þegar ég á mjög annríkt í gegnum vikuna en þá geri ég gjarnan baunir, kínóa, dressingu og jógúrt eins og þetta eða múslí upp úr uppskriftabókinni til að eiga og grípa í.
- Að auki geri ég ofboðslega oft sæta kartöflu og kínóa burritoið mitt sem má finna í uppskriftabók minni og á það til í gegnum vikuna.
Góður búrskápur.
- Lykilatriði þykir mér að eiga góðan búrskáp. Ég á alltaf kínóa, tamari sósu, tahini (sesammauk) sem ég nota í dressingar og búst drykki, hágæða kókosolíu, kaldpressuð olífuolía, einhverjar baunir, næringarger (óvirt ger sem er sérlega ríkt af b-12 og gefur orku og ostabragð), eplaedik, hnetur eins og möndlur og þá er auðvelt að skella hollum rétt saman eins og t.d úr uppskriftum bókarinnar.
Elda einu sinni og borða tvisvar.
- Fyrir þá rétti sem þægilegt er að frysta þykir mér gott að elda meira og njóta aftur síðar. Súpur og pottréttir eru góð dæmi um mat sem gott er að frysta. Það sem mætti frysta úr réttum bókarinnar væri jafnvel mexíkósúpa, kjúklinganaggar og kínóapizzubotn. Einnig finnst mér gott að eiga pizzusósu og Enchiladas sósu, þá er ég snögg að sameina réttinn.
Afgangar af kvöldmatnum í hádegisverð.
- Til að tryggja hollan og fljótlegan hádegisverð má nýta afganga í hádeginu. Ef þú hefur sótt matseðilinn og innkaupalistann frá mér sem fylgdi uppskriftabókinni sérðu að ég geri þetta gjarnan.
- Í hádeginu má líka gera eitthvað létt eins og grænkálsvefjur eða salat með kínóa, sjá þrjár fljótlegar útfærslur hér og taka með í vinnuna. Salat úr krukkum eða pestó pasta frá uppskriftabókinni eru einnig afar vinsæl hjá mér sem nesti
Að taka þér tíma í undirbúning fyrir vikuna tel ég vera eitt það mikilvægara sem þú getur gert heilsunni og með því ert þú að setja þig og heilsu þína í forgang.
Hlakka til að vera með þér á samfélagsmiðlum næstu daga frá LA og hér í fréttabréfum.
Ef greinin vakti áhuga, deildu með á facebook.
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi
Lifðu til Fulls