Í gegnum aldirnar hefur epla edik verið nota í hinum ýmsa tilgangi: Að búa til súrar gúrkur, að drepa illgresi, að hreinsa kaffivélar, að pússa brynklæðin og sem salat dressing.
Epla edik er ríkt af kalíum, sodium, phosohorus, kalki, magnesíum, kopar og fluorine, eins líka A, B1, B2, B6, C og E-vítamínum.
Hérna eru nokkur atriði sem epla edik getur hjálpað þér með.
Líkaminn framleiðir insulin til að stjórna sykurmagninu í blóðinu. Gott er að setja teskeið af epla ediki saman við vatn og drekka fyrir hverja máltíð.
Ef þú skammast þín fyrir gular tennur þá er epla edik ódýr leið til að hjálpa þér með það. Það eina sem þú þarft að gera er að skola munninn með epla ediki á hverjum morgni í c.a 2 mínútur og muna að gleypa það ekki. Svo burstar þú tennurnar eins og þú ert vön eða vanur að gera. Að borða epli getur einnig hjálpað þér að losna við bletti af tönnum.
Í epla ediki er pectin, en það eru vatnsleysanlegir trefjar. Og við vitum öll að trefjar eru nauðsynlegir til að fá ekki harðlífi. Settu 2 tsk í vatn og drekktu daglega í 3. daga ef þú ert með hægðartregðu.
Já það fílum við. Að neyta epla ediks reglulega stuðlar að þyngdartapi.
Blandaðu 50/50 af epla ediki og vatni og berðu í hárið. Þetta virkar eins og náttúruleg hárnæring. Nærir hárið og gefur því fallegan gljáa. Einnig virkar þessi blanda vel á flösu og heldur pH gildi hársvarðarins réttum.
Epla edik má nota á bólur, hrukkur og almennt á húðina. Ef þú ætlar að ráðast á bólur, bleyttu þá bómull með ediki og berðu á bólurnar. Epla edikið þurrkar þær upp. Einnig fyrir hrukkur, berðu á þær edikið með bómull.
Sendu okkur mynd á Instagram #heilsutorg