Í dag ættu allir að vita að fiskur er afar ríkur af omega -3 fitusýrum sem eru mjög góðar fyrir hjartaheilsu og einnig heilann.
„Fyrir flesta einstaklinga er í góðu lagi að borða fisk á hverjum degi“ segir Eric Rimm prófessor í grein sem birtist á vef Today.com, „við má bæta að það er miklu hollara að borða fisk daglega en kjöt“.
Þó það sé í lagi að borða fisk á hverjum degi, þá segir Rimm að það er ekki enn komið í ljós hvort það hafi einhver bætandi áhrif á heilsuna. Kannski er tvisvar í viku alveg nóg.
Undantekningin við fiskneyslu daglega eru ófrískar konur og börn. Forðast skal að neyta fisks sem er feitur eins og t.d túnfisk. Þessir feitu fiskar geta innihaldið mikið af efni eins og mercury.
Og svo eru það áhrifin sem mikil fiskneysla getur haft á umhverfið. Ef fiskneysla er mikil þá er hætta á ofveiði á sumum tegundum.
Allt er gott í hófi segir Rimm og tvisvar í viku á að vera nóg þegar kemur að neyslu á fiski.
Þessi grein kemur af vef hsph.harvard.edu