Samkvæmt nýrri rannsókn að þá eru Oreo kökur alveg jafn ávanabindandi og kókaín og morfín, að minnsta kosti fyrir rottur.
Og auðvitað þá hefur háu hlutfalli af sykri og fitu sem kökurnar innihalda verið kennt um. En er það raunverulega ástæðan?
Á pakkningu af sænskum Oreo kökum stendur að þær séu 65% kolvetni (mest sykur) og ekki nema 21% af fitu. Auðvitað er þetta afar hátt hlutfall af sykri en ekki svo hátt hlutfall af fitu.
Hinsvegar að þá er nauðsynlegt að hafa fitu í þessum kökum því þær eru betri á bragðið fyrir vikið og þeim mun meira ávanabindani. Ef ekki væri fita í þeim þá væri þær eins ávanabindandi og sykur borðaður beint úr pokanum, sem sagt ekki mjög.
Þú getur búið til sykur ávanabindandi mat án fitu, gosdrykkir eru gott dæmi um það. Gera bara sykurinn að vökva sem rennur ljúflega niður og bættu koffeini saman við og þarna eru komin einn svakalega ávanabindandi drykkur.
Fita getur verið nauðsynleg til að gera unnin mat betri á bragðið. En líklega er það hið mikla magn af sykri og hveiti í Oreo kökunum sem bindur fituna og gerir það að verkum að þú færð ekki nóg af þeim.
Oreo kökur eru afar fitandi því þær innihalda líka slæma fitu eða svo kallaða harða fitu.
Grein tekin af www.dietdoctor.com og má lesa hana HÉR.