Það er fátt betra á sólríkum sumardegi en að setjast út í sólina með ískaldan kokteil og njóta stundarinnar.
Þessir kokteilar sem ég deili með þér eru...
Sítrus margarítan inniheldur sólhatt sem er sýklaeyðandi, styrkir ónæmiskerfið og er sagður bæta meltinguna. Auk þess inniheldur hann sítrónu og appelsínur sem eru c-vítamínsprengjur og eitt það besta sem maður fær á sumrin.
Epla- og engifer mojitoinn er vítamínbættur (og auðvitað áfengislaus) útgáfa af hinum hefðbundna mojito, með engifer sem dregur úr bólgum og bætir meltinguna og grænkáli sem er eitt það hollasta sem við gefum líkamanum.
Mynta er talin geta unnið gegn iðruólgu eða IBS (meltingarkvilli), sem ég glímdi einmitt sjálf við um tíma.
3 appelsínur (notið kjötið úr 1 appelsínu samhliða)
1 sítróna
lúka af ferskri myntu
30 dropar sólhattur (t.d frá A.vogel, fæst í Heilsuhúsinu)
Skreytt með: chilliflögum, límónusneiðum og myntu.
Setjið allt í safapressu, skreytið svo drykkinn.
Ráð: Ef þið eigið ekki safapressu er hægt að kreista sítrónurnar, fjarlægja steinana og blanda svo rest samanvið. Einnig má nota hreinan appelsínusafa t.d appelsínusafi frá Biona sem fæst m.a. í Nettó í glerkrukku (eða Trópí).
2 lúkur grænkál
1 gúrka
2 lífræn epli
1-2 cm lífræn engiferót
2 límónur
1 lúka fersk mynta
1/2 bolli léttkolsýrt sódavatn
Skreytt með: myntublöðum og límónusneiðum.
Setjið ávexti og grænmeti í safapressu, bætið sódavatni útí, skreytið svo drykkinn með myntu og límónusneiðum.
Þessir dásamlegu kokteilar bragðast best í háu spariglasi.
-
Ef þið prófið kokteilana megið þið endilega smella mynd og deila með mér á samfélagsmiðlum! Ég elska að sjá myndir frá ykkur af uppskriftunum mínum og ykkar útfærslum.
Viltu taka heilsumálin í gegn í ágúst?
Ég ætla að halda ókeypis fyrirlestur miðvikudaginn 14.ágúst sem þið lesendur fáið forskot á! Á fyrirlestrinum mun ég gefa dúndurgóða uppskrift og ráð sem koma þér rækilega af stað með meiri orku og færri sumarkíló.
Njóttu þín svo í sumar með hugarró yfir því að ég muni sjá um þig í ágúst ;)
Heilsa og hamingja,