Sko, Fire Cider tonic er kraftmikið fæðu tonic sem að vinnur með meltingunni og ónæmiskerfinu.
Fire Cider tonic hráefnið er misjafnt á milli vörumerkja en þar sem þetta er heimagert að þá eru hráefnin: Rauðlaukur, hvítlaukur, epla edik, engifer, sítrónur, lime og cayenne pipar.
Magn úr djúsara er um ¼ til ½ bolli, fer eftir djúsvélinni sem þú ert að nota.
Hráefni:
¼ rauðlaukur
11 cm af engifer
2 msk af epla ediki
Dass af cayenne pipar
1 lime
1 sítróna
2 hvítlauksgeirar
Settu í djúsarann þinn engifer,geymdu safann og hreinsaðu djúsanarnn á eftir.
Því næst setur þú epla edikið, cayenne pipar, og safann úr sítrónunni og lime, ásamt hvítlauk og rauðlauk.
Og mundu, virkar bólgueyðandi, bætir meltinguna og dregur úr uppþemdum maga.