Hér fyrir neðan er listi yfir fjórar kryddtegundir sem auðvelt er að nálgast og innleiða í daglega eldamennsku eða neyslu. Þrátt fyrir að þessi krydd lækni ekki sjúdóma, þá er mælt með því að innleiða þau inn í daglegt matarræði til þess að styrkja líkamann á heilnæman og náttúrulegan hátt.
1. Túrmerik
Túrmerik býr yfir ófáum kostum og passar með alls kyns mat. Þetta krydd dregur úr bólgumyndun, vinnur gegn þunglyndi og minnkar líkur á hjartasjúkdómum og sykursýki. Að auki hefur kryddið verið rannsakað mikið vegna eiginleika þess sem vinna gegn vissum tegundum krabbameins. Vísindamenn um allan heim hafa fundið samtals 581 tegundir sjúkdóma og kvilla sem þessi kryddtegund virðist ná að vinna á. Þetta er eitt mest rannsakaða krydd heims og ætti að vera til á hverju heimili.
Túrmerik er þekktast fyrir að vera notað í karrí en víða er það notað í svokallaða gyllta mjólk en þá er kryddið soðið saman með mjólk, smá hunangi og vatni. Gyllta mjólkin hefur verið notuð sem heilsudrykkur í miðausturlöndum um aldabil.
2. Engifer
Eins og túrmerik er engifer rót og jákvæðir og heilsubætandi eiginleikar þessarar rótar eru ótrúlegir. Meðal kostanna eru róandi áhrif á meltinguna, dregur úr bólgumyndun, bætir ónæmiskerfið og hefur einnig eiginleika sem vinna gegn krabbameini. Engifer er mikið notað í formúlur sem eiga að vinna gegn kvefpestum, hálsbólgu og magakveisum. Engifer er auðveldlega hægt að nota í matargerð en einnig er hægt að skera ferskt engifer niður og nota til þess að bragðbæta vatn eða heimatilbúna heilsudrykki
3. Oregano
Það fer oft ekki mikið fyrir þessu kryddi sem þekktast er fyrir að vera notað á pitsur en sannleikurinn er sá að það er ansi magnað. Uppfullt af K vítamínum, magnan, phytonutrients og andoxunarefnum. Kryddið hefur góð áhrif á þyngdarstjórn, meltingarvandamál, berst gegn lifandi smitefnum og getur haft verkjastillandi eiginleika.
Kryddið sem berst gegn bakteríum, sveppum og bólgum er auðvelt er að rækta í potti í eldhúsglugganum en einnig er þurrkað oregano til í flestum matvöruverslunum.
4. Basilika
Basilika er mikið notuð í ítalskan mat. Kryddið, sem er einnig eitt af undirstöðu innihaldsefnunum í pestó, hentar vel í ýmsa matagerð. Þetta krydd er þekktast fyrir að geta unnið gegn bakteríusýkingum og það getur jafnvel slegið á alvarlegar sýkingar sem herja á líkamann. Kryddið hefur stundum verið kallað yngingarlyf enda hefur það góð áhrif á sjón og gigtarsjúkdóma.
Hérna eru myndir af þessum kryddtegundum krydd svo allir viti nú hvernig þau líta út.
Grein fengin að láni frá innihald.is