Íslenskur þari er seldur hér heima og víða um heim, jafnvel á fræg veitingahús sem kunna gott að meta.
Eyjólfur Friðgeirsson líffræðingur stofnaði árið 2005 félagið Íslensk hollusta, til að þróa og framleiða hollustufæðu. Hann segir að í þara sé mikið af snefilefnum og steinefnum sem eyðast úr líkamanum.
Eyjólfur hefur sett á markað um 2 tugi vara og framleiðir hann allt mörulegt úr þara, sölum fjallagrösum og öðru. Hann hefur hlotið flölda viðurkenninga og selur söl og fleiri vörur til þekktra veitingahúsa víða um heim. Má þar nefna Noma, sem á dögunum hlaut viðurkenningu sem besti veitingastaður í heimi.
Eyjólfur segir að steiki stundum söl og ef þú ert grænmetisæta þá getur þú notað egg og söl í staðinn fyrir egg og beikon.
Söl og þari var mikið notað í gamla daga og er fólk að byrja að nota þetta eftur núna. Þetta var fátækrafæði en næringarríkt.