Að auki er blómkál afar hollt. Það er pakkað af C-vítamíni, trefjum og próteini.
Ertu tilbúin/n að skella þér í að skoða rétti og rannsaka svo uppskriftir af yndislegum réttum sem allir innihalda blómkál?
Blómkál með Salsa Verde
Kaloríur: 246
Toppað með graslauk, steinselju, kapers, sítrónu, pipar og sinnepi þá fær þessi réttur mjög sérstakt og gott bragð.
Ristað blómkál með Mornay sósu
Kaloríur: 108
Ef blómkálið er hálf soðið þegar þú tekur það úr ofninum þá þarftu að breyta eldunartækninni þinni. Að rista blómkál í ofni dregur út sæta og hnetukennda bragðið.
Blómkál með grænni lauk stöppu
Kaloríur: 93
Með því að skipta út kartöflum fyrir blómkál þá ertu að draga úr neyslu á kolvetnum og sykri.
Blómkálssúpa með gylltum kartöflum
Kaloríur: 171
Í viðbót við C-vítamín sem má finna í blómkáli að þá innihalda kartöflurnar í þessari uppskrift carotene og A-vítamín.
Kjúklingur með penne pasta og fersku Mangó chutney
Kaloríur: 216
Ef þú ert að draga úr neyslu á fitu þá er þessi réttur eitthvað fyrir þig. Blómkál inniheldur bara 4.3 gr á hvern disk.
Ristaður sesam kjúklingur
Kaloríur: 333
Blómkálið og kjúklingurinn í þessum rétti fá sitt af kryddi og því má þakka soja sósunni, sesam olíu og engifer.